Viðskipti innlent

Arctica Finance nýr söluaðili Íslandssjóða

Íslandssjóðir hf., dótturfélag Íslandsbanka, og Arctica Finance hf. hafa undirritað samning um sölu hlutdeildarskírteina sjóða Íslandssjóða.

Arctica Finance mun annast sölu og innlausn viðskiptavina sinna á hlutdeildarskírteinum í verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum Íslandssjóða.

Arctica Finance hf. er verðbréfafyrirtæki sem starfar samkvæmt heimild og undir eftirliti FME og býður upp á eignastýringu ásamt fyrirtækjaráðgjöf og markaðsviðskipti.

Arctica Finance bætist hér með í hóp Íslandsbanka og Auðar Capital sem einnig annast viðskipti með sjóði Íslandssjóða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×