Erlent

Sjötíu ár liðin frá árásinni á Pearl Harbour

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árásanna á Pearl Harbour var minnst í dag.
Árásanna á Pearl Harbour var minnst í dag. mynd/ afp.
Sjötíu ár eru í dag liðin frá því að Japanar réðust á Pearl Harbour á Hawaí. Árásin markaði tímamót í Seinni heimstyrjöldinni og varð upphafið að beinni þátttöku Bandaríkjamanna í styrjöldinni. Barack Obama, sem er fæddur á Hawai, leiddi minningarstund þar í dag. Hann hvatti til þess að Bandaríkjamenn flögguðu í hálfa stöng í dag. Um 2400 Bandaríkjamenn dóu í árásinni á Pearl Harbour sem var gerð árið 1941.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×