Erlent

Kyndilberi mannkyns yfirgefur sólkerfið

Voyager 1 rýnir í hringi Satúrnusar.
Voyager 1 rýnir í hringi Satúrnusar. mynd/NASA
Á umslagi hljómplötunnar fá finna upplýsingar um staðsetningu jarðar, erfðaefni mannsins og leiðbeiningar um hvernig eigi að hlusta á plötunarmynd/AFP
Nú styttist í að geimfarið Voyager 1 yfirgefi sólkerfið. Geimfarið hefur ferðast rúmlega 17 milljarða kílómetra síðan því var skotið á loft árið 1977.

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, stóð fyrir verkefninu. Voyger 1 var skotið á loft ásamt systurflaug sinni en markmið þeirra var að rannsaka pláneturnar Júpíter og Satúrnus. Eftir að Voyger geimförin höfðu uppfyllt skildu sína var þeim beint á nýja braut.

Ekkert geimfar í sögu geimkönnunar hefur ferðast jafn langt og Voyager 1.

Lítið er vitað um aðstæður utan sólkerfisins. Vísindamenn hjá NASA hafa líkt svæðinu við hreinsunareld geimsins og eru þeir afar spenntir fyrir fá upplýsingar frá Voyager 1.

Voyager 1 ferðast á rúmlega 17 kílómetra hraða á sekúndu og sendir sífellt upplýsingar til jarðar. Orkuforði geimfarsins dugar til ársins 2020.

Voyger geimförin eru merkileg fyrir ýmsar sakir. Einn af hönnuðum verkefnisins var stjörnufræðingurinn dáði Carl Sagan. Hann átti hugmyndina að því koma fyrir gullhúðuðum hljómplötum í geimförin. Á plötunum má finna yfir 100 ljósmyndir frá jörðinni ásamt kveðjum á nokkrum tungumálum. Einnig eru mörg hljóð á plötunum sem tákna náttúru Jarðar.

Sagan sagði eitt sinn að Voyager geimförin væru kyndilberar mannkynsins. Þegar mannkynið deyr út verður Voyager enn á ferð sinni um alheiminn. Þannig sé minningin um tilvist mannsins tryggð á gullplötum geimfaranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×