Segir Íra geta hjálpað Íslendingum í erfiðustu köflunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. nóvember 2011 18:45 Komið yrði fram við Íslendinga eins og jafningja í Evrópusambandinu og íslenska ríkið yrði leiðandi þjóð í sjávarútvegsmálum í sambandinu. Þetta segir Evrópumálaráðherra Írlands. Þá muni forsæti Íra í sambandinu árið 2013 aðstoða við að ljúka viðræðum um erfiðustu kaflana eins og sjávarútveg. Írar voru í vægast sagt afleitri stöðu eftir bankahrunið því írska ríkið ábyrgðist allar skuldir bankakerfisins þar í landi, ólíkt Íslendingum. Lucinda Creighton, Evrópumálaráðherra Íra, segir að nú hafi taflið snúist við og staða Íra sé mun betri. Hún segir að það hafi verið rétt ákvörðun að þjóðnýta bankana og ábyrgjast skuldir þeirra. „Á mjög stuttum tíma er hægt að snúa ástandinu við. Við höfum náð tökum á ríkisfjármálunum, fjárfestar hafa mikla trú á Írlandi, atvinnuleysið hefur náð jafnvægi og við höfum náð hagvexti á þessu ári," segir Creighton. Creichton er 31 árs en hún var aðeins 27 ára er hún tók sæti í ríkisstjórn Írlands. Írar verða með forsæti í ESB árið 2013, en stjórnvöld stefna að því að ljúka viðræðum við sambandið þá. „Helstu þjóðarhagsmunir Íslendinga eru í kaflanum um fiskveiðar. Ef þeim kafla verður ekki lokið getum við verið í aðstöðu til að aðstoða við það því Írar stunda líka sjávarútveg og skilja hve viðkvæmt málið er og við myndum með ánægju aðstoða Íslendinga að þessu leyti." Telur þú að ef Íslendingar ganga í ESB muni þeir hafa eitthvað að segja um sameiginlega fiskveiðistefnu og hafa forystu í því að koma þeirri stefnu í framkvæmd? „Án nokkurs vafa. Ég held að ESB geti lært mikið að Íslendingum og ef við lítum á sjálfbærnina í fiskveiðistjórnun ykkar þá tel ég að ESB sé að færast í þá átt og að líklegt sé mikil samstilling eigi sér stað á næstu árum," segir Lucinda Creighton, Evrópumálaráðherra Íra. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Eru Írar betur settir en Íslendingar? Það var bókstaflega allt í steik hjá Írum eftir hrunið því írska þingið setti lög um að írska ríkið ábyrgðist skuldir alls bankakerfisins. Írar fóru semsagt allt aðra leið en Íslendingar því bankarnir voru þjóðnýttir að fullu. Lucinda Creighton, Evrópumálaráðherra Íra, er yngsti ráðherrann í ríkisstjórn Írlands, aðeins 31 árs. Hún segir að það hafi reynst rétt hjá Írum að ábyrgjast skuldir bankakerfisins þar í landi. Þá segir hún ekki hægt að svara því hvort Íslendingar hefðu getað sett neyðarlög hefðu þeir haft evru því aðstæður hér hefðu líklega verið allt aðrar. 23. nóvember 2011 18:30 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Komið yrði fram við Íslendinga eins og jafningja í Evrópusambandinu og íslenska ríkið yrði leiðandi þjóð í sjávarútvegsmálum í sambandinu. Þetta segir Evrópumálaráðherra Írlands. Þá muni forsæti Íra í sambandinu árið 2013 aðstoða við að ljúka viðræðum um erfiðustu kaflana eins og sjávarútveg. Írar voru í vægast sagt afleitri stöðu eftir bankahrunið því írska ríkið ábyrgðist allar skuldir bankakerfisins þar í landi, ólíkt Íslendingum. Lucinda Creighton, Evrópumálaráðherra Íra, segir að nú hafi taflið snúist við og staða Íra sé mun betri. Hún segir að það hafi verið rétt ákvörðun að þjóðnýta bankana og ábyrgjast skuldir þeirra. „Á mjög stuttum tíma er hægt að snúa ástandinu við. Við höfum náð tökum á ríkisfjármálunum, fjárfestar hafa mikla trú á Írlandi, atvinnuleysið hefur náð jafnvægi og við höfum náð hagvexti á þessu ári," segir Creighton. Creichton er 31 árs en hún var aðeins 27 ára er hún tók sæti í ríkisstjórn Írlands. Írar verða með forsæti í ESB árið 2013, en stjórnvöld stefna að því að ljúka viðræðum við sambandið þá. „Helstu þjóðarhagsmunir Íslendinga eru í kaflanum um fiskveiðar. Ef þeim kafla verður ekki lokið getum við verið í aðstöðu til að aðstoða við það því Írar stunda líka sjávarútveg og skilja hve viðkvæmt málið er og við myndum með ánægju aðstoða Íslendinga að þessu leyti." Telur þú að ef Íslendingar ganga í ESB muni þeir hafa eitthvað að segja um sameiginlega fiskveiðistefnu og hafa forystu í því að koma þeirri stefnu í framkvæmd? „Án nokkurs vafa. Ég held að ESB geti lært mikið að Íslendingum og ef við lítum á sjálfbærnina í fiskveiðistjórnun ykkar þá tel ég að ESB sé að færast í þá átt og að líklegt sé mikil samstilling eigi sér stað á næstu árum," segir Lucinda Creighton, Evrópumálaráðherra Íra. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Eru Írar betur settir en Íslendingar? Það var bókstaflega allt í steik hjá Írum eftir hrunið því írska þingið setti lög um að írska ríkið ábyrgðist skuldir alls bankakerfisins. Írar fóru semsagt allt aðra leið en Íslendingar því bankarnir voru þjóðnýttir að fullu. Lucinda Creighton, Evrópumálaráðherra Íra, er yngsti ráðherrann í ríkisstjórn Írlands, aðeins 31 árs. Hún segir að það hafi reynst rétt hjá Írum að ábyrgjast skuldir bankakerfisins þar í landi. Þá segir hún ekki hægt að svara því hvort Íslendingar hefðu getað sett neyðarlög hefðu þeir haft evru því aðstæður hér hefðu líklega verið allt aðrar. 23. nóvember 2011 18:30 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Eru Írar betur settir en Íslendingar? Það var bókstaflega allt í steik hjá Írum eftir hrunið því írska þingið setti lög um að írska ríkið ábyrgðist skuldir alls bankakerfisins. Írar fóru semsagt allt aðra leið en Íslendingar því bankarnir voru þjóðnýttir að fullu. Lucinda Creighton, Evrópumálaráðherra Íra, er yngsti ráðherrann í ríkisstjórn Írlands, aðeins 31 árs. Hún segir að það hafi reynst rétt hjá Írum að ábyrgjast skuldir bankakerfisins þar í landi. Þá segir hún ekki hægt að svara því hvort Íslendingar hefðu getað sett neyðarlög hefðu þeir haft evru því aðstæður hér hefðu líklega verið allt aðrar. 23. nóvember 2011 18:30