Viðskipti innlent

Matthías hefur gefið skýringar á bókhaldinu

Matthías Imsland, fyrrverandi forstjóri Iceland Express.
Matthías Imsland, fyrrverandi forstjóri Iceland Express.
Sátt hefur náðst á milli Matthíasar Imsland fyrrverandi forstjóra Iceland Express og eigenda félagsins í einum hluta deilu þeirra. Félagið fór í fyrradag fram á lögbann á að Matthías nýti sér trúnaðarupplýsingar frá Iceland Express til að vinna að stofnun annars flugrekstrarfélags en hann mun vera með Skúla Mogensen í ráðum um að stofna nýtt íslenskt flugfélag.

Í lögbannsbeiðni Iceland Express gegn Matthíasi sagði meðal annars að Matthíasi hafi verið sagt upp störfum hjá Iceland Express á sínum tíma fyrir að hafa ,,fegrað" bókhald félagsins.

„Af þessu tilefni hafa fulltrúar Iceland Express átt fundi með Matthíasi. Hefur hann gefið fullnægjandi skýringar á þeim atriðum, sem félagið taldi að ekki hafi verið rétt staðið að við færslu bókhalds félagsins. Þessi hluti ágreinings aðila hefur því verið leystur og verða ekki frekari eftirmálar vegna hans,“ segir í tilkynningu frá Iceland Express. Lögbannskrafan stendur þó eftir sem áður, að sögn upplýsingafulltrúa félagsins.


Tengdar fréttir

Lögbannskrafan gegn Matthíasi á sér enga stoð í lögum

"Af gefnu tilefni vil ég óska eftir að eftirfarandi komi fram. Lögbannskrafa Pálma Haraldssonar á hendur skjólstæðingi mínum, Matthíasi Imsland, á sér enga stoð í lögum né í skriflegum samningum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×