Innlent

Slökkvilið kallað út vegna misheppnaðs pizzubaksturs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Pizzan fór illa hjá manninum. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki á nokkurn hátt.
Pizzan fór illa hjá manninum. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki á nokkurn hátt. Mynd/ GETTY.
Lögregla og slökkvilið brunuðu að fjölbýlishúsi í Reykjavík í gær þegar tilkynnt var um reyk í húsinu. Enginn eldur reyndist vera í húsinu þegar á staðinn var komið. Í einni íbúðinni hafði hinsvegar ungur maður verið að hita sér pizzu í ofni og haft hana þar inni alltof lengi. Pizzan var auðvitað ónýt og eitthvað virðist það hafi farið í skapið á manninum því hann neitaði að hleypa lögreglu og slökkviliði inn til sín. Engar skemmdir voru sjáanlegar í íbúðinni eftir þessa misheppnuðu eldamennsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×