Lífið

Synir Angelinu Jolie borða skordýr eins og snakk

Mynd/Getty
Synir Angelinu Jolie borða engisprettur eins og Doritos-snakk. Hinn níu ára gamli Maddox og hinn sjö ára Pax borða skordýrin með bestu lyst, en báðir eru þeir ættleiddir synir Jolie.

„Þetta er uppáhaldið þeirra. Þeir borða þær eins og Doritos, og hætta hreinlega ekki. Þeim finnst þær eins og snakk," sagði leikkonan við sjónvarpsstöðina E!.

Engisprettur eru algengt góðgæti í Kambódíu, fæðingarstað Maddox, en það var einmitt þar sem drengirnir gæddu sér fyrst á skordýrunum. Angelina hefur sjálf viðurkennt að henni finnist kakkalakkar góðir og segir að það sé ekki margt sem hún hafi ekki prófað.

„Ég á eftir að smakka tarantúlur á pinna og köngulóasúpu. Ég veit ekki hvort ég geti pínt þetta loðna ofan í mig, en maður verður að prófa allt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.