Sauðfjárbændur hækka verðskrá um 25% 15. júlí 2011 10:52 Landssamtök sauðfjárbænda hafa ákveðið að hækka verðskrá sína um 25% fyrir árið í ár. Að baki því liggur að markaðsaðstæður hafa verið góðar fyrir sauðfjárafurðir undanfarin misseri, að því er segir í tilkynningu frá samtökunum. Sindri Sigurgeirsson formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir að núna selji sauðfjárbændur um 40% af framleiðslu sinni til útlanda. Aðspurður um hvort þetta þýði ekki samsvarandi hækkanir til neytenda hérlendis segir Sindri að svo þurfi ekki að vera. Afurðastöðvarnar ráði verðinu til neytenda og þær hafa ekki gefið út neinar verðskrár. Þar að auki sé verðskrá sauðfjárbænda ekki bindandi fyrir afurðastöðvarnar. „Útflutningur hefur aukist stórum og verð farið hækkandi í erlendri mynt, vegna aukinnar eftirspurnar. Meðalverð fyrir útflutt kjöt, innmat og gærur hefur hækkað langt umfram áhrif gengisfalls krónunnar ef miðað er við þróun frá haustinu 2008. Eftirspurn innanlands hefur verið á svipuðu róli undanfarin tvö ár og birgðir eru í lágmarki," segir í tilkynningunni. „Verð til bænda hefur ekki endurspeglað þessa þróun. Hækkun bændaverðs hefur verið svipuð almennri verðlagsþróun undanfarin ár, en bændur hafa þurft að taka á sig aðfangahækkanir langt um fram það. Til dæmis hefur áburður þrefaldast í verði frá 2005 og olía hækkað um 233% á sama tíma. Breytilegur kostnaður á sauðfjárbúum hefur tvöfaldast frá 2005 og heildarrekstrarkostnaður hækkað um 174%, eða þrefalt meira en almennt verðlag á sama tímabili. Í ljósi góðra aðstæðna á markaði telja sauðfjárbændur því vera svigrúm til að afurðaverð hækki verulega í haust til að koma til móts við það sem greinin hefur þurft að taka á sig undanfarin misseri." Tengdar fréttir Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir 25% hækkun Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segist taka fregnum af áætlaðri 25% hækkun á verðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda afar þunglega. Þetta sé hið undarlegasta mál sem segi til um hverskonar kerfi er í íslenskum landbúnaði. 15. júlí 2011 12:20 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Landssamtök sauðfjárbænda hafa ákveðið að hækka verðskrá sína um 25% fyrir árið í ár. Að baki því liggur að markaðsaðstæður hafa verið góðar fyrir sauðfjárafurðir undanfarin misseri, að því er segir í tilkynningu frá samtökunum. Sindri Sigurgeirsson formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir að núna selji sauðfjárbændur um 40% af framleiðslu sinni til útlanda. Aðspurður um hvort þetta þýði ekki samsvarandi hækkanir til neytenda hérlendis segir Sindri að svo þurfi ekki að vera. Afurðastöðvarnar ráði verðinu til neytenda og þær hafa ekki gefið út neinar verðskrár. Þar að auki sé verðskrá sauðfjárbænda ekki bindandi fyrir afurðastöðvarnar. „Útflutningur hefur aukist stórum og verð farið hækkandi í erlendri mynt, vegna aukinnar eftirspurnar. Meðalverð fyrir útflutt kjöt, innmat og gærur hefur hækkað langt umfram áhrif gengisfalls krónunnar ef miðað er við þróun frá haustinu 2008. Eftirspurn innanlands hefur verið á svipuðu róli undanfarin tvö ár og birgðir eru í lágmarki," segir í tilkynningunni. „Verð til bænda hefur ekki endurspeglað þessa þróun. Hækkun bændaverðs hefur verið svipuð almennri verðlagsþróun undanfarin ár, en bændur hafa þurft að taka á sig aðfangahækkanir langt um fram það. Til dæmis hefur áburður þrefaldast í verði frá 2005 og olía hækkað um 233% á sama tíma. Breytilegur kostnaður á sauðfjárbúum hefur tvöfaldast frá 2005 og heildarrekstrarkostnaður hækkað um 174%, eða þrefalt meira en almennt verðlag á sama tímabili. Í ljósi góðra aðstæðna á markaði telja sauðfjárbændur því vera svigrúm til að afurðaverð hækki verulega í haust til að koma til móts við það sem greinin hefur þurft að taka á sig undanfarin misseri."
Tengdar fréttir Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir 25% hækkun Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segist taka fregnum af áætlaðri 25% hækkun á verðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda afar þunglega. Þetta sé hið undarlegasta mál sem segi til um hverskonar kerfi er í íslenskum landbúnaði. 15. júlí 2011 12:20 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir 25% hækkun Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segist taka fregnum af áætlaðri 25% hækkun á verðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda afar þunglega. Þetta sé hið undarlegasta mál sem segi til um hverskonar kerfi er í íslenskum landbúnaði. 15. júlí 2011 12:20