FME kærir félag til efnahagsbrotadeildar 3. júní 2011 08:10 Fjármálaeftirlitið (FME) hefur kært félag til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Um er að ræða meinta markaðsmisnotkun með ríkisskuldabréf. Fjallað er um málið á vefsíðu FME. Þar segir að í því tilfelli sem hér um ræðir áttu sér stað viðskipti og tilboð um viðskipti með nokkra flokka ríkistryggðra skuldabréfa. Þann 22. september 2010 urðu mikil viðskipti á skuldabréfamarkaði, dagsveltan náði sínu hæsta gildi frá október 2008 og verð lækkaði umtalsvert. Dagana áður hafði verð einnig lækkað en fram að þeim tíma hafði verð óverðtryggðra skuldabréfaflokka hækkað nær samfellt frá ársbyrjun 2010. Eftir að lokunaruppboð hófst þann 22. september 2010 setti hinn kærði, fyrir hönd félags síns, inn lítil kauptilboð í nokkra flokka ríkistryggðra skuldabréfa á verði sem var hærra en síðasta viðskiptaverð. Öll tilboðin nema eitt urðu að viðskiptum en það ákvarðaði þó opinbert dagslokaverð þar sem um kauptilboð á hærra verði en síðasta viðskiptaverði var að ræða. Í athugun Fjármálaeftirlitsins kom í ljós að fjármálafyrirtæki hafði gert veðkall á félagið tvisvar þennan sama dag. Með tilliti til þess hversu mikill verðmunur var á kauptilboðunum/viðskiptunum í lokunaruppboðinu og fyrri viðskiptum og með hliðsjón af því hversu lítil tilboðin voru sem og þeim veðköllum sem voru gerð á félagið taldi Fjármálaeftirlitið vera rökstuddan grun um að háttsemin fæli í sér markaðsmisnotkun og að hinir kærðu hefðu brotið gegn lögum um verðbréfaviðskipti.. Samkvæmt ákvæðum laganna getur það varðað sektum eða fangelsi allt að sex árum, liggi þyngri refsing ekki við broti samkvæmt öðrum lögum, að brjóta gegn lögum um markaðsmisnotkun. Með vísan til nefndra lagaákvæða og atvika málsins ákvað Fjármálaeftirlitið að vísa bæri málinu til ríkislögreglustjóra, að því er segir á vefsíðunni. Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) hefur kært félag til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Um er að ræða meinta markaðsmisnotkun með ríkisskuldabréf. Fjallað er um málið á vefsíðu FME. Þar segir að í því tilfelli sem hér um ræðir áttu sér stað viðskipti og tilboð um viðskipti með nokkra flokka ríkistryggðra skuldabréfa. Þann 22. september 2010 urðu mikil viðskipti á skuldabréfamarkaði, dagsveltan náði sínu hæsta gildi frá október 2008 og verð lækkaði umtalsvert. Dagana áður hafði verð einnig lækkað en fram að þeim tíma hafði verð óverðtryggðra skuldabréfaflokka hækkað nær samfellt frá ársbyrjun 2010. Eftir að lokunaruppboð hófst þann 22. september 2010 setti hinn kærði, fyrir hönd félags síns, inn lítil kauptilboð í nokkra flokka ríkistryggðra skuldabréfa á verði sem var hærra en síðasta viðskiptaverð. Öll tilboðin nema eitt urðu að viðskiptum en það ákvarðaði þó opinbert dagslokaverð þar sem um kauptilboð á hærra verði en síðasta viðskiptaverði var að ræða. Í athugun Fjármálaeftirlitsins kom í ljós að fjármálafyrirtæki hafði gert veðkall á félagið tvisvar þennan sama dag. Með tilliti til þess hversu mikill verðmunur var á kauptilboðunum/viðskiptunum í lokunaruppboðinu og fyrri viðskiptum og með hliðsjón af því hversu lítil tilboðin voru sem og þeim veðköllum sem voru gerð á félagið taldi Fjármálaeftirlitið vera rökstuddan grun um að háttsemin fæli í sér markaðsmisnotkun og að hinir kærðu hefðu brotið gegn lögum um verðbréfaviðskipti.. Samkvæmt ákvæðum laganna getur það varðað sektum eða fangelsi allt að sex árum, liggi þyngri refsing ekki við broti samkvæmt öðrum lögum, að brjóta gegn lögum um markaðsmisnotkun. Með vísan til nefndra lagaákvæða og atvika málsins ákvað Fjármálaeftirlitið að vísa bæri málinu til ríkislögreglustjóra, að því er segir á vefsíðunni.
Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira