Viðskipti innlent

AGS lýsa yfir áhyggjum af atvinnuleysi og hægri endurskipulagningu

Fulltrúar AGS hér á landi.
Fulltrúar AGS hér á landi.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir það áhyggjuefni að íslenskum stjórnvöldum hafi ekki tekist að minnka atvinnuleysi og hraða endurskipulagningu á skuldum fyrirtækja.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu framkvæmdastjórnar sjóðsins í tengslum við fimmtu endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands sem afgreidd var í gær.

Í yfirlýsingunni segir ennfremur að þrátt fyrir góðan árangur í efnahagsmálum séu mörg vandamál enn óleyst. Afnema þurfi gjaldeyrishöft í þrepum og styrkja reglugerðir og eftirlit á fjármálamörkuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×