Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálag á Ísland niður í 200 punkta

Skuldatryggingaálag á íslenska ríkið er nú komið niður í slétta 200 punkta og hefur ekki verið lægra síðan töluvert fyrir hrunið árið 2008.

Álagið hefur stöðugt lækkað frá áramótum og ber það vitni um vaxandi traust á efnahag Íslands. Mælinguna er að finna á vefsíðunni keldan.is sem aftur sækir hana til Bloomberg og CMA gagnaveitunnar.

Jafnframt kemur fram á keldunni að aflandsgengið á íslensku krónunni er nú komið niður í 215 krónur fyrir evruna m.v. kaup. Er það í samræmi við niðurstöðuna í útboði Seðlabankans á gjaldeyri fyrir krónur sem kynnt var í gærdag.

Álag í 200 punktum þýðir að borga verður 2% af nafnverði skuldabréfs til fimm ára til að tryggja það gegn greiðslufalli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×