Handbolti

FH sá til þess að Haukar verða ekki í úrslitakeppninni - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Vilhelm
FH-ingar höfðu yfir miklu að gleðjast í Kaplakrikanum í gærkvöldi því það var ekki nóg með að þeir unnu 24-23 sigur á nágrönnum sínum í Haukum og tryggðu sér endanlega annað sætið í deildinni því með þessum sigri sáu þeir einnig til þess að Haukar verða ekki með í úrslitakeppninni í ár.FH-liðið vann ennfremur tvo af þremur innbyrðisleikjum sínum á móti Haukum í N1 deild karla í vetur en FH-ingar hafa ekki haft betur á móti nágrönnum sínum í deildarleikjum á einu tímabili síðan veturinn 1994 til 1995.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í Kaplakrika í gærkvöldi. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.