Grunnskólanemum fækkar 1. mars 2011 09:56 Nemendur í grunnskólum á Íslandi voru 42.539 haustið 2010, auk þess sem 91 barn stundaði nám í 5 ára bekk í 4 skólum. Grunnskólanemendum hefur fækkað um 390 frá síðastliðnu skólaári eða um 0,9%. Grunnskólanemendur á Íslandi voru flestir haustið 2003, 44.809. Frá þeim tíma hefur grunnskólanemendum fækkað um 2.270 nemendur. Gera má ráð fyrir að nemendum fækki áfram á næstu tveimur árum en þá verði botni í fjölda nemenda náð. Eftir það eru væntanlegir fjölmennari árgangar í grunnskólann en þeir árgangar sem ljúka munu námi. Þessar tölur koma úr gagnasafni Hagstofu Íslands, sem hefur safnað upplýsingum um nemendur í grunnskólum á Íslandi í október ár hvert síðan haustið 1997.Nemendum á hvert stöðugildi kennara fjölgar Undanfarin ár hefur fjöldi nemenda á hvern kennara farið stöðugt lækkandi frá því að vera 11,4 nemendur á hvern kennara árið 1998 í það að vera 9,1 nemandi á hvern kennara haustið 2008. Frá þeim tíma hefur þetta hlutfall farið hækkandi og eru 9,3 nemendur á hvern kennara haustið 2010. Sé þetta hlutfall skoðað út frá stöðugildum kennara, voru 13,3 nemendur að baki hverju stöðugildi kennara árið 1998. Með árunum hefur þetta hlutfall farið lækkandi allt til haustsins 2008 er 9,3 nemendur voru skráðir á hvert stöðugildi kennara. Haustið 2009 hækkaði þetta hlutfall í fyrsta skipti í mælingum Hagstofunnar og haustið 2010 eru 9,8 nemendur á hvert stöðugildi kennara.Fjöldi grunnskólanemenda með erlent móðurmál stendur í stað Grunnskólanemendum sem hafa erlent tungumál að móðurmáli hefur fjölgað ár frá ári frá því að Hagstofan hóf að safna inn gögnum haustið 1997. Árið 1997 voru 377 nemendur skráðir með erlent tungumál að móðurmáli. Haustið 2010 höfðu 2.318 nemendur erlent móðurmál eða 5,4% nemenda, og hafði fjölgað um 4 nemendur frá árinu á undan. Fjölgun milli áranna 2008 og 2009 var 245 nemendur. Eins og undanfarin ár eru flestir pólskumælandi, 768 talsins, og hefur fjölgað um 8 milli ára. Þá fjölgar nemendum sem hafa filippseysk mál að móðurmáli um 20, lettneskumælandi um 11 og litháskumælandi nemendum fjölgar um 9. Nemendum sem hafa ensku að móðurmáli fækkaði um 17 og þeim sem hafa rússnesku að móðurmáli fækkaði um 13 frá fyrra ári.Nemendum í einkareknum grunnskólum fjölgar Alls starfa 172 grunnskólar á landinu, sem er fækkun um þrjá skóla frá fyrra ári. Grunnskólum fer fækkandi vegna sameiningar og hefur fækkað um 24 skóla frá árinu 1998. Fjölmennasti grunnskóli landsins er Álfhólsskóli (732 nemendur) í Kópavogi sem varð til með sameiningu Digranesskóla og Hjallaskóla. Aðrir fjölmennir skólar eru Lágafellsskóli (697), Árbæjarskóli (664), Rimaskóli (663) og Varmárskóli (661). Fámennasti grunnskólinn er Finnbogastaðaskóli á Ströndum þar sem 4 nemendur stunda nám og er það eini grunnskólinn með færri en 10 nemendur. Í sérskólum, sem eru 4 talsins, stunda 136 nemendur nám. Einkaskólarnir eru 10 talsins með 759 nemendur. Ekki hafa áður verið fleiri nemendur í einkareknum grunnskólum á Íslandi frá upphafi gagnasöfnunar Hagstofu Íslands haustið 1997.Sjá vef Hagstofunnar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Nemendur í grunnskólum á Íslandi voru 42.539 haustið 2010, auk þess sem 91 barn stundaði nám í 5 ára bekk í 4 skólum. Grunnskólanemendum hefur fækkað um 390 frá síðastliðnu skólaári eða um 0,9%. Grunnskólanemendur á Íslandi voru flestir haustið 2003, 44.809. Frá þeim tíma hefur grunnskólanemendum fækkað um 2.270 nemendur. Gera má ráð fyrir að nemendum fækki áfram á næstu tveimur árum en þá verði botni í fjölda nemenda náð. Eftir það eru væntanlegir fjölmennari árgangar í grunnskólann en þeir árgangar sem ljúka munu námi. Þessar tölur koma úr gagnasafni Hagstofu Íslands, sem hefur safnað upplýsingum um nemendur í grunnskólum á Íslandi í október ár hvert síðan haustið 1997.Nemendum á hvert stöðugildi kennara fjölgar Undanfarin ár hefur fjöldi nemenda á hvern kennara farið stöðugt lækkandi frá því að vera 11,4 nemendur á hvern kennara árið 1998 í það að vera 9,1 nemandi á hvern kennara haustið 2008. Frá þeim tíma hefur þetta hlutfall farið hækkandi og eru 9,3 nemendur á hvern kennara haustið 2010. Sé þetta hlutfall skoðað út frá stöðugildum kennara, voru 13,3 nemendur að baki hverju stöðugildi kennara árið 1998. Með árunum hefur þetta hlutfall farið lækkandi allt til haustsins 2008 er 9,3 nemendur voru skráðir á hvert stöðugildi kennara. Haustið 2009 hækkaði þetta hlutfall í fyrsta skipti í mælingum Hagstofunnar og haustið 2010 eru 9,8 nemendur á hvert stöðugildi kennara.Fjöldi grunnskólanemenda með erlent móðurmál stendur í stað Grunnskólanemendum sem hafa erlent tungumál að móðurmáli hefur fjölgað ár frá ári frá því að Hagstofan hóf að safna inn gögnum haustið 1997. Árið 1997 voru 377 nemendur skráðir með erlent tungumál að móðurmáli. Haustið 2010 höfðu 2.318 nemendur erlent móðurmál eða 5,4% nemenda, og hafði fjölgað um 4 nemendur frá árinu á undan. Fjölgun milli áranna 2008 og 2009 var 245 nemendur. Eins og undanfarin ár eru flestir pólskumælandi, 768 talsins, og hefur fjölgað um 8 milli ára. Þá fjölgar nemendum sem hafa filippseysk mál að móðurmáli um 20, lettneskumælandi um 11 og litháskumælandi nemendum fjölgar um 9. Nemendum sem hafa ensku að móðurmáli fækkaði um 17 og þeim sem hafa rússnesku að móðurmáli fækkaði um 13 frá fyrra ári.Nemendum í einkareknum grunnskólum fjölgar Alls starfa 172 grunnskólar á landinu, sem er fækkun um þrjá skóla frá fyrra ári. Grunnskólum fer fækkandi vegna sameiningar og hefur fækkað um 24 skóla frá árinu 1998. Fjölmennasti grunnskóli landsins er Álfhólsskóli (732 nemendur) í Kópavogi sem varð til með sameiningu Digranesskóla og Hjallaskóla. Aðrir fjölmennir skólar eru Lágafellsskóli (697), Árbæjarskóli (664), Rimaskóli (663) og Varmárskóli (661). Fámennasti grunnskólinn er Finnbogastaðaskóli á Ströndum þar sem 4 nemendur stunda nám og er það eini grunnskólinn með færri en 10 nemendur. Í sérskólum, sem eru 4 talsins, stunda 136 nemendur nám. Einkaskólarnir eru 10 talsins með 759 nemendur. Ekki hafa áður verið fleiri nemendur í einkareknum grunnskólum á Íslandi frá upphafi gagnasöfnunar Hagstofu Íslands haustið 1997.Sjá vef Hagstofunnar
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira