Síðasti strætó... Ari Tryggvason skrifar 25. febrúar 2011 07:00 Ætli margir farþegar segi bless við síðasta strætó á laugardag 26.febrúar? Svo geti farið þegar vagnar hætta að meðaltali klukkustund fyrr en hingað til, og byrja tveim klukkustundum síðar á laugardagsmognum. Þessar "tímabundnu" þjónustuskerðingar, gætu orðið varanlegar eða langvarandi. Strætófarþegar, raunverulegir og hugsanlegir, geta ekki hagað lífi sínu eftir því hvernig hagvindar blása hjá Strætó bs. Álftnesingar fengu storminn beint í fangið í febrúar 2009 þegar sveitarfélag þeirra treysti sér ekki til að viðhalda sínu framlagi á móti Garðabæ. Í kjölfarið minnkaði þjónusta leiðar 23, milli Álftaness og Garðabæjar, niður í þrjár morgunferðir og fimm síðdegisferðir, ekkert um kvöld og helgar. Bæjarstjórn Garðabæjar grét sínum krókódílatárum. Sum sveitarfélög eru ekki beint að létta róðurinn í þessu samstarfi. Reykjavík er eimreiðin sem dregur lestina og er greinilega orðin þreytt á því. Þá þarf meira að koma til, hið nýja Innanríkisráðuneyti þyrfti að taka þátt í strætósamstarfi höfuðborgarsvæðisins. Það fjármagnar þjóðvegi landsins, þ.á.m. Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Þessar þjóðvegaskyldur þyrfti Strætó að njóta að einhverju leyti. Strætó þjónar ekki aðeins íbúum höfuðborgarsvæðisins, heldur öllum landsmönnum sem hingað eiga erindi, ásamt þeim erlendu ferðamönnum sem hingað koma. "Strætó er gata þeirra sem ekki nota einkabíl", segir Dofri Hermannsson, fyrrum borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Í viðtali við Þorstein Þorsteinsson, aðjunkt í vegagerð og samgöngufræðum, í "Vítt og breitt", þann 16.feb. á RUV, rás 1, kemur fram að bifreiðaeigendur höfuðborgarsvæðisins greiða um 150 miljarða kr. á ári fyrir akstur sinn; afskriftir, tryggingar, eldsneyti, viðhald, allt sem viðkemur rekstri bifreiðar. Þetta eru um 700 þús.-1 miljón kr. á hvern einstakling eða um 1 og ½ til 2 miljónir kr. fyrir fjölskyldu með tvo bíla. Vissulega er hægt að láta gamla bíla duga með mun minni fjárfestingarkostnaði. Til samanburðar er kostnaður almenningssamgangna einungis 1/30-1/20 af þessu. Þetta er miklu lægra hlutfall af öllu samgöngukerfinu hér heldur í nágrannalöndum okkar, dapurlegt. Fyrir utan hinn mikla kostnað sem bíleigendur greiða fyrir sínar samgöngur leggja ríki og sveitarfélög sitt af mörkum til þessara samgönguhátta. Gott dæmi er þegar Reykjavíkurborg kostaði gerð bílastæða á lóð Háskólans í Reykjavík við Öskjuhlíðina. Samkvæmt bloggi Árnar Davíðssonar, 7.janúar 2011 var sá kostnaður um 300 miljónir skv. áætlun. Þetta er niðurgreiddur lífsstíll, skattlaus og gjaldfrír, niðurgreiðsla ákveðins samgöngumáta umfram aðra. Á höfuðborgarsvæðinu eru um nokkur hundruð þúsund bílastæði sem ekki eru við heimili. Um 1% þessara stæða eru gjaldskyld, í miðborginni, skammtímastæði við Landspítalann og í boganum við HÍ. Árni spyr hvers vegna sjálfsagt sé að niðurgreiða bílastæði á Íslandi þar sem áætla megi að þær niðurgreiðslur nemi nokkrum miljörðum. Á vef Landssamtaka hjólreiðamanna er viðtal við Sigrúnu Helgu Lund, (fengið frá Smugunni, 7.des. 2010), stærðfræðing og stofnanda samtaka um bíllausan lífsstíl. Þar segir hún Íslendinga vana niðurgreiðslum á einkabílnum og því líti samfélagið oft framhjá kostnaðinum. Hver bíll nýti sér að lágmarki þrjú stæði í eigu annarra og miðað við mjög hóflega áætlun um 10.000 kr. á hvert stæði þá er samfélagið að greiða 360.000kr. árlega á hvern bíl, sem er vanáætlað. Almennt er talað um að hver bíll kalli á þrjú til fimm stæði. Undir hvern bíl erum við að taka 75 til 125 fermetra af landrými. Drögum úr niðurgreiðslum til einkabílasamgangna sem eru svo frekar á umhverfi sitt og aukum þær heldur til strætósamgangna sem eru hins vegar svo hófsamar gagnvart umhverfi sínu og kroppa svo hóflega í efnahag notenda sinna, til hagsbóta fyrir alla, einnig bíleigendur. fengið frá Smugunni, 7.des. 2010. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ætli margir farþegar segi bless við síðasta strætó á laugardag 26.febrúar? Svo geti farið þegar vagnar hætta að meðaltali klukkustund fyrr en hingað til, og byrja tveim klukkustundum síðar á laugardagsmognum. Þessar "tímabundnu" þjónustuskerðingar, gætu orðið varanlegar eða langvarandi. Strætófarþegar, raunverulegir og hugsanlegir, geta ekki hagað lífi sínu eftir því hvernig hagvindar blása hjá Strætó bs. Álftnesingar fengu storminn beint í fangið í febrúar 2009 þegar sveitarfélag þeirra treysti sér ekki til að viðhalda sínu framlagi á móti Garðabæ. Í kjölfarið minnkaði þjónusta leiðar 23, milli Álftaness og Garðabæjar, niður í þrjár morgunferðir og fimm síðdegisferðir, ekkert um kvöld og helgar. Bæjarstjórn Garðabæjar grét sínum krókódílatárum. Sum sveitarfélög eru ekki beint að létta róðurinn í þessu samstarfi. Reykjavík er eimreiðin sem dregur lestina og er greinilega orðin þreytt á því. Þá þarf meira að koma til, hið nýja Innanríkisráðuneyti þyrfti að taka þátt í strætósamstarfi höfuðborgarsvæðisins. Það fjármagnar þjóðvegi landsins, þ.á.m. Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Þessar þjóðvegaskyldur þyrfti Strætó að njóta að einhverju leyti. Strætó þjónar ekki aðeins íbúum höfuðborgarsvæðisins, heldur öllum landsmönnum sem hingað eiga erindi, ásamt þeim erlendu ferðamönnum sem hingað koma. "Strætó er gata þeirra sem ekki nota einkabíl", segir Dofri Hermannsson, fyrrum borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Í viðtali við Þorstein Þorsteinsson, aðjunkt í vegagerð og samgöngufræðum, í "Vítt og breitt", þann 16.feb. á RUV, rás 1, kemur fram að bifreiðaeigendur höfuðborgarsvæðisins greiða um 150 miljarða kr. á ári fyrir akstur sinn; afskriftir, tryggingar, eldsneyti, viðhald, allt sem viðkemur rekstri bifreiðar. Þetta eru um 700 þús.-1 miljón kr. á hvern einstakling eða um 1 og ½ til 2 miljónir kr. fyrir fjölskyldu með tvo bíla. Vissulega er hægt að láta gamla bíla duga með mun minni fjárfestingarkostnaði. Til samanburðar er kostnaður almenningssamgangna einungis 1/30-1/20 af þessu. Þetta er miklu lægra hlutfall af öllu samgöngukerfinu hér heldur í nágrannalöndum okkar, dapurlegt. Fyrir utan hinn mikla kostnað sem bíleigendur greiða fyrir sínar samgöngur leggja ríki og sveitarfélög sitt af mörkum til þessara samgönguhátta. Gott dæmi er þegar Reykjavíkurborg kostaði gerð bílastæða á lóð Háskólans í Reykjavík við Öskjuhlíðina. Samkvæmt bloggi Árnar Davíðssonar, 7.janúar 2011 var sá kostnaður um 300 miljónir skv. áætlun. Þetta er niðurgreiddur lífsstíll, skattlaus og gjaldfrír, niðurgreiðsla ákveðins samgöngumáta umfram aðra. Á höfuðborgarsvæðinu eru um nokkur hundruð þúsund bílastæði sem ekki eru við heimili. Um 1% þessara stæða eru gjaldskyld, í miðborginni, skammtímastæði við Landspítalann og í boganum við HÍ. Árni spyr hvers vegna sjálfsagt sé að niðurgreiða bílastæði á Íslandi þar sem áætla megi að þær niðurgreiðslur nemi nokkrum miljörðum. Á vef Landssamtaka hjólreiðamanna er viðtal við Sigrúnu Helgu Lund, (fengið frá Smugunni, 7.des. 2010), stærðfræðing og stofnanda samtaka um bíllausan lífsstíl. Þar segir hún Íslendinga vana niðurgreiðslum á einkabílnum og því líti samfélagið oft framhjá kostnaðinum. Hver bíll nýti sér að lágmarki þrjú stæði í eigu annarra og miðað við mjög hóflega áætlun um 10.000 kr. á hvert stæði þá er samfélagið að greiða 360.000kr. árlega á hvern bíl, sem er vanáætlað. Almennt er talað um að hver bíll kalli á þrjú til fimm stæði. Undir hvern bíl erum við að taka 75 til 125 fermetra af landrými. Drögum úr niðurgreiðslum til einkabílasamgangna sem eru svo frekar á umhverfi sitt og aukum þær heldur til strætósamgangna sem eru hins vegar svo hófsamar gagnvart umhverfi sínu og kroppa svo hóflega í efnahag notenda sinna, til hagsbóta fyrir alla, einnig bíleigendur. fengið frá Smugunni, 7.des. 2010.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun