Yfirvald...staldra aðeins við og hlusta Nichole Leigh Mosty skrifar 25. febrúar 2011 06:45 Ég skrifa enn og aftur sem bæði foreldri og stjórnandi í leikskóla. Ég geri grein fyrir þessu þar sem flestir hafa nú heyrt um þær breytingar sem liggja fyrir í leikskólum Reykjavíkur. Oddný Sturludóttir hefur gert sitt besta til þess að verja stöðu borgarfulltrúa og starfshópsins. Staðan er sú að tillögur eru nú þegar komnar upp á borð og við sem stjórnendur þurfum að ákveða ef við erum með eða á móti. Svolítið í anda George Bush… Það er að mínu mati augljóst að tillögurnar eru ekki lagðar fram með faglegan ávinning að leiðarljósi. Það lítur út fyrir að þær hafi verið settar fram eingöngu vegna þess að þær líta vel út á blaði. Ég sé fyrir mér mikla vinnu, álag og bakslag í leikskólum ef þessar tillögur verða að veruleika. Mér sýnist þetta vera nákvæmlega þær hugmyndir sem kynntar voru í upphafi, ég sé engin merki þess að hlustað hafi verið á fólk sem hefur tjáð sig um málið. Ég spyr; hvers vegna var farið af stað með þennan starfshóp til greiningar á tækifærum um bættan rekstur skóla og frístundar? Var hlustað á skólastjórnendur? Var hlustað á foreldra? Var hlustað á fulltrúa starfsfólks frá leikskólunum, grunnskólunum og frístundarheimilum? Það er ekki þannig að ég sjái engin tækifæri í sumum tillögunum, en þau tækifæri liggja alls ekki í því að segja upp faglærðum og reyndum stjórnendum sem hingað til hafa leitt það góða leikskólastarf sem við þekkjum. Leikskólinn sem ég vinn í verður slegið saman við leikskólann þar sem mín eigin börn eru nemendur, og ég segi nemendur vegna þess að þau læra þar á hverjum degi; þar er skóli en ekki daggæsla. Fyrstu viðbrögð hjá mér voru að segja við sjálfa mig: "Andaðu djúpt Nichole, nú þarft þú að sækjast eftir að fá vinnuna þína aftur. Þú verður að gera allt sem þú getur til þess að tryggja gæði, fagleg vinnubrögð og metnað í starfi skólanna bæði fyrir börnin og samstarfsmennina í Öspinni og einnig fyrir mín eigin börn og starfsmennina sem sinna þeim daglega í þeirra leikskóla. Og þó Nichole, þú ert bara ein manneskja og getur ekki gert svo svo mikið meira en þú gerir í dag". Þetta sagði ég við sjálfa mig og síðan hlustaði ég á umræður sem áttu sér stað í kringum mig og í dag er viðhorf mitt þetta að borgafulltrúar þurfa að tryggja gæði, fagleg vinnubrögð og metnað í starfi skólanna í Reykjavík. Þeir gera það með því að halda fagfólki í vinnunni þó að þau vilji sameina skóla. Þeir ættu að gera það með því að treysta stjórnendum til þess að meta kosti breytinga og innleiða þær. Ég spyr einnig; hversu miklum peningum hefur nú þegar verið eytt í þetta könnunarferli? Er fólk í starfshópnum að vinna kauplaust? Hver sinnir hefðbundnum störfum þeirra meðan þeir sinna þessu nefndarstarfi? Í starfi mínu er ég þessa dagana að vinna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með börnunum. Ísland hefur samþykkt sáttmálann og ég held að það væri gott fyrir yfirvöld hér á landi bæði sveitarfélög og ríki að staldra aðeins við og hugsa um það sem stendur í 3. grein sáttmálans: "Allir sem taka ákvarðanir fyrir börn eiga alltaf að taka mið af því sem börnum eru fyrir bestu. Setja lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velfreð þeirra krefst. Aðildarríki eiga að sjá til þess að stofnanir sem annast börn uppfylli reglur sem stjórnvöld hafa sett, sérstaklega um öryggi, heilsuvernd, fjölda og hæfni starfmannanna og yfirumsjón". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skrifa enn og aftur sem bæði foreldri og stjórnandi í leikskóla. Ég geri grein fyrir þessu þar sem flestir hafa nú heyrt um þær breytingar sem liggja fyrir í leikskólum Reykjavíkur. Oddný Sturludóttir hefur gert sitt besta til þess að verja stöðu borgarfulltrúa og starfshópsins. Staðan er sú að tillögur eru nú þegar komnar upp á borð og við sem stjórnendur þurfum að ákveða ef við erum með eða á móti. Svolítið í anda George Bush… Það er að mínu mati augljóst að tillögurnar eru ekki lagðar fram með faglegan ávinning að leiðarljósi. Það lítur út fyrir að þær hafi verið settar fram eingöngu vegna þess að þær líta vel út á blaði. Ég sé fyrir mér mikla vinnu, álag og bakslag í leikskólum ef þessar tillögur verða að veruleika. Mér sýnist þetta vera nákvæmlega þær hugmyndir sem kynntar voru í upphafi, ég sé engin merki þess að hlustað hafi verið á fólk sem hefur tjáð sig um málið. Ég spyr; hvers vegna var farið af stað með þennan starfshóp til greiningar á tækifærum um bættan rekstur skóla og frístundar? Var hlustað á skólastjórnendur? Var hlustað á foreldra? Var hlustað á fulltrúa starfsfólks frá leikskólunum, grunnskólunum og frístundarheimilum? Það er ekki þannig að ég sjái engin tækifæri í sumum tillögunum, en þau tækifæri liggja alls ekki í því að segja upp faglærðum og reyndum stjórnendum sem hingað til hafa leitt það góða leikskólastarf sem við þekkjum. Leikskólinn sem ég vinn í verður slegið saman við leikskólann þar sem mín eigin börn eru nemendur, og ég segi nemendur vegna þess að þau læra þar á hverjum degi; þar er skóli en ekki daggæsla. Fyrstu viðbrögð hjá mér voru að segja við sjálfa mig: "Andaðu djúpt Nichole, nú þarft þú að sækjast eftir að fá vinnuna þína aftur. Þú verður að gera allt sem þú getur til þess að tryggja gæði, fagleg vinnubrögð og metnað í starfi skólanna bæði fyrir börnin og samstarfsmennina í Öspinni og einnig fyrir mín eigin börn og starfsmennina sem sinna þeim daglega í þeirra leikskóla. Og þó Nichole, þú ert bara ein manneskja og getur ekki gert svo svo mikið meira en þú gerir í dag". Þetta sagði ég við sjálfa mig og síðan hlustaði ég á umræður sem áttu sér stað í kringum mig og í dag er viðhorf mitt þetta að borgafulltrúar þurfa að tryggja gæði, fagleg vinnubrögð og metnað í starfi skólanna í Reykjavík. Þeir gera það með því að halda fagfólki í vinnunni þó að þau vilji sameina skóla. Þeir ættu að gera það með því að treysta stjórnendum til þess að meta kosti breytinga og innleiða þær. Ég spyr einnig; hversu miklum peningum hefur nú þegar verið eytt í þetta könnunarferli? Er fólk í starfshópnum að vinna kauplaust? Hver sinnir hefðbundnum störfum þeirra meðan þeir sinna þessu nefndarstarfi? Í starfi mínu er ég þessa dagana að vinna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með börnunum. Ísland hefur samþykkt sáttmálann og ég held að það væri gott fyrir yfirvöld hér á landi bæði sveitarfélög og ríki að staldra aðeins við og hugsa um það sem stendur í 3. grein sáttmálans: "Allir sem taka ákvarðanir fyrir börn eiga alltaf að taka mið af því sem börnum eru fyrir bestu. Setja lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velfreð þeirra krefst. Aðildarríki eiga að sjá til þess að stofnanir sem annast börn uppfylli reglur sem stjórnvöld hafa sett, sérstaklega um öryggi, heilsuvernd, fjölda og hæfni starfmannanna og yfirumsjón".
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar