Yfirvald...staldra aðeins við og hlusta Nichole Leigh Mosty skrifar 25. febrúar 2011 06:45 Ég skrifa enn og aftur sem bæði foreldri og stjórnandi í leikskóla. Ég geri grein fyrir þessu þar sem flestir hafa nú heyrt um þær breytingar sem liggja fyrir í leikskólum Reykjavíkur. Oddný Sturludóttir hefur gert sitt besta til þess að verja stöðu borgarfulltrúa og starfshópsins. Staðan er sú að tillögur eru nú þegar komnar upp á borð og við sem stjórnendur þurfum að ákveða ef við erum með eða á móti. Svolítið í anda George Bush… Það er að mínu mati augljóst að tillögurnar eru ekki lagðar fram með faglegan ávinning að leiðarljósi. Það lítur út fyrir að þær hafi verið settar fram eingöngu vegna þess að þær líta vel út á blaði. Ég sé fyrir mér mikla vinnu, álag og bakslag í leikskólum ef þessar tillögur verða að veruleika. Mér sýnist þetta vera nákvæmlega þær hugmyndir sem kynntar voru í upphafi, ég sé engin merki þess að hlustað hafi verið á fólk sem hefur tjáð sig um málið. Ég spyr; hvers vegna var farið af stað með þennan starfshóp til greiningar á tækifærum um bættan rekstur skóla og frístundar? Var hlustað á skólastjórnendur? Var hlustað á foreldra? Var hlustað á fulltrúa starfsfólks frá leikskólunum, grunnskólunum og frístundarheimilum? Það er ekki þannig að ég sjái engin tækifæri í sumum tillögunum, en þau tækifæri liggja alls ekki í því að segja upp faglærðum og reyndum stjórnendum sem hingað til hafa leitt það góða leikskólastarf sem við þekkjum. Leikskólinn sem ég vinn í verður slegið saman við leikskólann þar sem mín eigin börn eru nemendur, og ég segi nemendur vegna þess að þau læra þar á hverjum degi; þar er skóli en ekki daggæsla. Fyrstu viðbrögð hjá mér voru að segja við sjálfa mig: "Andaðu djúpt Nichole, nú þarft þú að sækjast eftir að fá vinnuna þína aftur. Þú verður að gera allt sem þú getur til þess að tryggja gæði, fagleg vinnubrögð og metnað í starfi skólanna bæði fyrir börnin og samstarfsmennina í Öspinni og einnig fyrir mín eigin börn og starfsmennina sem sinna þeim daglega í þeirra leikskóla. Og þó Nichole, þú ert bara ein manneskja og getur ekki gert svo svo mikið meira en þú gerir í dag". Þetta sagði ég við sjálfa mig og síðan hlustaði ég á umræður sem áttu sér stað í kringum mig og í dag er viðhorf mitt þetta að borgafulltrúar þurfa að tryggja gæði, fagleg vinnubrögð og metnað í starfi skólanna í Reykjavík. Þeir gera það með því að halda fagfólki í vinnunni þó að þau vilji sameina skóla. Þeir ættu að gera það með því að treysta stjórnendum til þess að meta kosti breytinga og innleiða þær. Ég spyr einnig; hversu miklum peningum hefur nú þegar verið eytt í þetta könnunarferli? Er fólk í starfshópnum að vinna kauplaust? Hver sinnir hefðbundnum störfum þeirra meðan þeir sinna þessu nefndarstarfi? Í starfi mínu er ég þessa dagana að vinna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með börnunum. Ísland hefur samþykkt sáttmálann og ég held að það væri gott fyrir yfirvöld hér á landi bæði sveitarfélög og ríki að staldra aðeins við og hugsa um það sem stendur í 3. grein sáttmálans: "Allir sem taka ákvarðanir fyrir börn eiga alltaf að taka mið af því sem börnum eru fyrir bestu. Setja lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velfreð þeirra krefst. Aðildarríki eiga að sjá til þess að stofnanir sem annast börn uppfylli reglur sem stjórnvöld hafa sett, sérstaklega um öryggi, heilsuvernd, fjölda og hæfni starfmannanna og yfirumsjón". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ég skrifa enn og aftur sem bæði foreldri og stjórnandi í leikskóla. Ég geri grein fyrir þessu þar sem flestir hafa nú heyrt um þær breytingar sem liggja fyrir í leikskólum Reykjavíkur. Oddný Sturludóttir hefur gert sitt besta til þess að verja stöðu borgarfulltrúa og starfshópsins. Staðan er sú að tillögur eru nú þegar komnar upp á borð og við sem stjórnendur þurfum að ákveða ef við erum með eða á móti. Svolítið í anda George Bush… Það er að mínu mati augljóst að tillögurnar eru ekki lagðar fram með faglegan ávinning að leiðarljósi. Það lítur út fyrir að þær hafi verið settar fram eingöngu vegna þess að þær líta vel út á blaði. Ég sé fyrir mér mikla vinnu, álag og bakslag í leikskólum ef þessar tillögur verða að veruleika. Mér sýnist þetta vera nákvæmlega þær hugmyndir sem kynntar voru í upphafi, ég sé engin merki þess að hlustað hafi verið á fólk sem hefur tjáð sig um málið. Ég spyr; hvers vegna var farið af stað með þennan starfshóp til greiningar á tækifærum um bættan rekstur skóla og frístundar? Var hlustað á skólastjórnendur? Var hlustað á foreldra? Var hlustað á fulltrúa starfsfólks frá leikskólunum, grunnskólunum og frístundarheimilum? Það er ekki þannig að ég sjái engin tækifæri í sumum tillögunum, en þau tækifæri liggja alls ekki í því að segja upp faglærðum og reyndum stjórnendum sem hingað til hafa leitt það góða leikskólastarf sem við þekkjum. Leikskólinn sem ég vinn í verður slegið saman við leikskólann þar sem mín eigin börn eru nemendur, og ég segi nemendur vegna þess að þau læra þar á hverjum degi; þar er skóli en ekki daggæsla. Fyrstu viðbrögð hjá mér voru að segja við sjálfa mig: "Andaðu djúpt Nichole, nú þarft þú að sækjast eftir að fá vinnuna þína aftur. Þú verður að gera allt sem þú getur til þess að tryggja gæði, fagleg vinnubrögð og metnað í starfi skólanna bæði fyrir börnin og samstarfsmennina í Öspinni og einnig fyrir mín eigin börn og starfsmennina sem sinna þeim daglega í þeirra leikskóla. Og þó Nichole, þú ert bara ein manneskja og getur ekki gert svo svo mikið meira en þú gerir í dag". Þetta sagði ég við sjálfa mig og síðan hlustaði ég á umræður sem áttu sér stað í kringum mig og í dag er viðhorf mitt þetta að borgafulltrúar þurfa að tryggja gæði, fagleg vinnubrögð og metnað í starfi skólanna í Reykjavík. Þeir gera það með því að halda fagfólki í vinnunni þó að þau vilji sameina skóla. Þeir ættu að gera það með því að treysta stjórnendum til þess að meta kosti breytinga og innleiða þær. Ég spyr einnig; hversu miklum peningum hefur nú þegar verið eytt í þetta könnunarferli? Er fólk í starfshópnum að vinna kauplaust? Hver sinnir hefðbundnum störfum þeirra meðan þeir sinna þessu nefndarstarfi? Í starfi mínu er ég þessa dagana að vinna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með börnunum. Ísland hefur samþykkt sáttmálann og ég held að það væri gott fyrir yfirvöld hér á landi bæði sveitarfélög og ríki að staldra aðeins við og hugsa um það sem stendur í 3. grein sáttmálans: "Allir sem taka ákvarðanir fyrir börn eiga alltaf að taka mið af því sem börnum eru fyrir bestu. Setja lög og reglur sem tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velfreð þeirra krefst. Aðildarríki eiga að sjá til þess að stofnanir sem annast börn uppfylli reglur sem stjórnvöld hafa sett, sérstaklega um öryggi, heilsuvernd, fjölda og hæfni starfmannanna og yfirumsjón".
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun