Watson stóð af sér áhlaup Mickelson á Torrey Pines Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 31. janúar 2011 11:00 Bubba Watson slær ekki bara langt - hann hefur nú sigrað á tveimur PGA mótum á ferlinum. AP Bubba Watson sýndi það og sannaði í gær að hann er á góðri leið með að skipa sér í hóp bestu kylfinga heims þegar hann tryggði sér sigur á Farmer meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi sem fram fór á Torrey Pines vellinum í San Diego. Fyrir sigurinn fékk Watson um 120 milljónir kr. í verðlaunafé.Úrslit mótsins. Mickelson var um 50 metra frá holu eftir annað höggið og hann lét kylfuberann standa við stöninga og taka hana úr eftir að boltinn fór á flug. Mickelson sló frábært högg og var ekki langt frá því að setja boltann ofaní holuna og tryggja sér bráðabana gegn hinum gríðarlega högglanga Watson. Watson lék samtals á 16 höggum undir pari og tryggði sér sigur á PGA móti í annað sinn á ferlinum. Hann sigraði á Travelers meistaramótinu á s.l. ári en hann var hársbreidd frá sigri á PGA meistaramótinu þar sem hann tapaði í bráðabana gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer. „Ég er búinn að sýna það og sanna að ég get sigrað. Ég er aðeins 50% á eftir Phil Mickelson og 80% á eftir Tiger Woods og þeir þurfa því að gæta sín," sagði Watson í léttum tón í gær en hann þykir afar skemmtilegur kylfingur - örvhentur og slær hrikalega langt. „Ég er vonsvikinn með úrslitin. Markmiðið var að byrja keppnistímabilið með sigri, en að öðru leyti lék ég vel," sagði Mickelson Tiger Woods var á meðal keppenda og hann villa eflaust gleyma lokahringnum sem hann lék á 75 höggum. Hann endaði 15 höggum á eftir Watson og var í 44. sæti ásamt fleiri kylfingum. Woods hefur ekki byrjað keppnistímabil á PGA mótaröðinni eins illa frá því hann fékk fullan keppnisrétt á PGA mótaröðinni árið 1997. Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bubba Watson sýndi það og sannaði í gær að hann er á góðri leið með að skipa sér í hóp bestu kylfinga heims þegar hann tryggði sér sigur á Farmer meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi sem fram fór á Torrey Pines vellinum í San Diego. Fyrir sigurinn fékk Watson um 120 milljónir kr. í verðlaunafé.Úrslit mótsins. Mickelson var um 50 metra frá holu eftir annað höggið og hann lét kylfuberann standa við stöninga og taka hana úr eftir að boltinn fór á flug. Mickelson sló frábært högg og var ekki langt frá því að setja boltann ofaní holuna og tryggja sér bráðabana gegn hinum gríðarlega högglanga Watson. Watson lék samtals á 16 höggum undir pari og tryggði sér sigur á PGA móti í annað sinn á ferlinum. Hann sigraði á Travelers meistaramótinu á s.l. ári en hann var hársbreidd frá sigri á PGA meistaramótinu þar sem hann tapaði í bráðabana gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer. „Ég er búinn að sýna það og sanna að ég get sigrað. Ég er aðeins 50% á eftir Phil Mickelson og 80% á eftir Tiger Woods og þeir þurfa því að gæta sín," sagði Watson í léttum tón í gær en hann þykir afar skemmtilegur kylfingur - örvhentur og slær hrikalega langt. „Ég er vonsvikinn með úrslitin. Markmiðið var að byrja keppnistímabilið með sigri, en að öðru leyti lék ég vel," sagði Mickelson Tiger Woods var á meðal keppenda og hann villa eflaust gleyma lokahringnum sem hann lék á 75 höggum. Hann endaði 15 höggum á eftir Watson og var í 44. sæti ásamt fleiri kylfingum. Woods hefur ekki byrjað keppnistímabil á PGA mótaröðinni eins illa frá því hann fékk fullan keppnisrétt á PGA mótaröðinni árið 1997.
Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira