Virðulegur en á sér villta hlið 11. ágúst 2010 13:00 Lexus GS430 Luxury. Í hnotskurn mætti segja að bíllinn hér fyrir ofan sé stórglæsilegur lúxuskaggi hlaðinn aukabúnaði. Og þótt hann sé stór og rúmgóður að innan er hann lipur og léttur í akstri. Mynd/GVA Leiti maður að notuðum forstjórabíl er vandfundinn vænlegri kandídat en Lexus GS430 Luxury. Bíllinn er af 2005 árgerð, en í raun eins og nýr, enda ekki ekinn nema tæpa 36 þúsund kílómetra. Ekki verður annað sagt en að Lexus hafi tekist vel upp í að sameina hér í einum bíl kosti sportbílsins og lúxuskerrunnar. Bíllinn er lipur og léttur, enda kannski ekki mikið mál fyrir hestöflin 282 að vippa bílnum um göturnar. Í valborði við hliðina á bílstjórasætinu eru hnappar þar sem valið er um hefðbundna- eða sportfjöðrun, og um hvernig inngjöfin tekur við sér (kraftinngjöf, venjuleg, eða mýkri), auk þess sem þar er hægt að hita og kæla framsætin. Með stillt á venjulega inngjöf og fjöðrun líður bíllinn um lungamjúkur og ökumaðurinn getur látið eftir sér að njóta í hægindum allra annarra þæginda sem bíllinn hefur upp á að bjóða: sóllúgu, kraftmikils sex diska hljómkerfis með afbragðsgóðum tóngæðum, já, eða upplýsingaskjás bílsins þar sem upp er gefin staðsetning hans í GPS-hnitum og ef til staðar er kortadiskur, þá má sjá þar nánari útfærslu, gefa raddskipanir og fá upplýsingar lesnar úr leiðakerfi. Þá er vert að minnast á að upplýsingaskjár bílsins bregður líka upp mynd af því sem fyrir aftan bílinn er þegar sett er í bakkgír og því hægur leikur að bakka vandkvæðalaust. Bíllinn er endalaus uppspretta smáþæginda sem of langt mál yrði að tína til. Þó má nefna að lykilinn þarf aldrei að taka upp úr vasanum, skynjari í hurðum nemur höndina og aflæsir þegar maður vill opna, og bíllinn er ræstur með hnappi í mælaborði. Sólhlíf í afturglugga rennur sjálfkrafa frá þegar maður bakkar, skriðstillirinn (cruise control) er haganlega staðsettur í stýrinu þar sem einnig er hægt að stýra hljómflutningstækjum og hringja úr innbyggðu handfrjálsu GSM-kerfi bílsins eftir að búið er að virkja bluetooth-tengingu milli bílsins og farsíma ökumanns. Óli Kristján Ármannsson blaðamaður tekur til kostanna notaða bíla og metur hvort þeir fái staðið undir því að kallast forstjórabílar. Allt er þetta mjög skemmtilegt og bíllinn fallegur, kolsvartur og rennilegur, með svarta leðurinnréttingu. Hjá undirrituðum falla hægindin hins vegar í skuggann af því hversu skemmtilegur bíllinn er í akstri, sér í lagi þegar smellt er á sportfjöðrun og kraftinngjöf. Þá líður manni eins og í lúxuskappakstursbíl og helsta vandamálið að halda sig innan lögbundinna marka og fara ekki of nálægt öðru hundraðinu þurfi maður að taka fram úr. (Jafnvel á leiðinni upp Kambana.) Fátt er hægt að finna að þessu afbragðstæki. Meira að segja bensíneyðslan er hóflegri en maður hefði búist við. Í blönduðum reynsluakstri, þar sem ekki var alltaf verið að spara inngjöfina, fór eyðslan rétt upp fyrir ellefu lítra á hundraðið. Í forstjóralegri akstri væri maður líklega í kringum níu lítrana í blandaða akstrinum. Eina álitamálið er kannski verðmiðinn, en á bílinn eru settar tæpar 5,4 milljónir króna. En ef maður er á annað borð á höttunum eftir forstjórabíl (og ekki þannig gerður að bíllinn verði að vera jeppi) þá ætti það nú kannski ekki að vera fyrirstaða. Lexus GS430 Luxury fellur klárlega í flokk forstjórabíla. Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Boðaði til starfsmannafundar Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Leiti maður að notuðum forstjórabíl er vandfundinn vænlegri kandídat en Lexus GS430 Luxury. Bíllinn er af 2005 árgerð, en í raun eins og nýr, enda ekki ekinn nema tæpa 36 þúsund kílómetra. Ekki verður annað sagt en að Lexus hafi tekist vel upp í að sameina hér í einum bíl kosti sportbílsins og lúxuskerrunnar. Bíllinn er lipur og léttur, enda kannski ekki mikið mál fyrir hestöflin 282 að vippa bílnum um göturnar. Í valborði við hliðina á bílstjórasætinu eru hnappar þar sem valið er um hefðbundna- eða sportfjöðrun, og um hvernig inngjöfin tekur við sér (kraftinngjöf, venjuleg, eða mýkri), auk þess sem þar er hægt að hita og kæla framsætin. Með stillt á venjulega inngjöf og fjöðrun líður bíllinn um lungamjúkur og ökumaðurinn getur látið eftir sér að njóta í hægindum allra annarra þæginda sem bíllinn hefur upp á að bjóða: sóllúgu, kraftmikils sex diska hljómkerfis með afbragðsgóðum tóngæðum, já, eða upplýsingaskjás bílsins þar sem upp er gefin staðsetning hans í GPS-hnitum og ef til staðar er kortadiskur, þá má sjá þar nánari útfærslu, gefa raddskipanir og fá upplýsingar lesnar úr leiðakerfi. Þá er vert að minnast á að upplýsingaskjár bílsins bregður líka upp mynd af því sem fyrir aftan bílinn er þegar sett er í bakkgír og því hægur leikur að bakka vandkvæðalaust. Bíllinn er endalaus uppspretta smáþæginda sem of langt mál yrði að tína til. Þó má nefna að lykilinn þarf aldrei að taka upp úr vasanum, skynjari í hurðum nemur höndina og aflæsir þegar maður vill opna, og bíllinn er ræstur með hnappi í mælaborði. Sólhlíf í afturglugga rennur sjálfkrafa frá þegar maður bakkar, skriðstillirinn (cruise control) er haganlega staðsettur í stýrinu þar sem einnig er hægt að stýra hljómflutningstækjum og hringja úr innbyggðu handfrjálsu GSM-kerfi bílsins eftir að búið er að virkja bluetooth-tengingu milli bílsins og farsíma ökumanns. Óli Kristján Ármannsson blaðamaður tekur til kostanna notaða bíla og metur hvort þeir fái staðið undir því að kallast forstjórabílar. Allt er þetta mjög skemmtilegt og bíllinn fallegur, kolsvartur og rennilegur, með svarta leðurinnréttingu. Hjá undirrituðum falla hægindin hins vegar í skuggann af því hversu skemmtilegur bíllinn er í akstri, sér í lagi þegar smellt er á sportfjöðrun og kraftinngjöf. Þá líður manni eins og í lúxuskappakstursbíl og helsta vandamálið að halda sig innan lögbundinna marka og fara ekki of nálægt öðru hundraðinu þurfi maður að taka fram úr. (Jafnvel á leiðinni upp Kambana.) Fátt er hægt að finna að þessu afbragðstæki. Meira að segja bensíneyðslan er hóflegri en maður hefði búist við. Í blönduðum reynsluakstri, þar sem ekki var alltaf verið að spara inngjöfina, fór eyðslan rétt upp fyrir ellefu lítra á hundraðið. Í forstjóralegri akstri væri maður líklega í kringum níu lítrana í blandaða akstrinum. Eina álitamálið er kannski verðmiðinn, en á bílinn eru settar tæpar 5,4 milljónir króna. En ef maður er á annað borð á höttunum eftir forstjórabíl (og ekki þannig gerður að bíllinn verði að vera jeppi) þá ætti það nú kannski ekki að vera fyrirstaða. Lexus GS430 Luxury fellur klárlega í flokk forstjórabíla.
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Boðaði til starfsmannafundar Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira