Hafa greitt of mikið í laun og rekstur 21. júní 2010 06:00 Fjármálin eru í flækju og spara þarf meira en hægt er að gera án þess að skerða þjónustu frekar en orðið er, segir fjárhaldsstjórnin sem skipuð var til handa Sveitarfélaginu Álftanesi.Fréttablaðið/stefán Fjárhaldsstjórn Álftaness hefur gert nýja fjárhagsáætlun fyrir sveitarfélagið þar sem gengið er út frá verulega auknum sparnaði á næstu árum frá því sem sveitarfélagið sjálft og endurskoðunarskrifstofan KPMG gerðu ráð fyrir í janúar. Drög að greinargerð með nýju áætluninni voru lögð fram í bæjarstjórn Álftaness á síðasta fundi fyrir kosningar. „Þegar rekstur Sveitarfélagsins Álftaness er skoðaður er einkum tvennt sem sker sig úr í samanburði við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Annars vegar mjög mikill launakostnaður sveitarfélagsins, sem hefur farið vaxandi milli ára, og hins vegar mikill rekstrarkostnaður grunn- og leikskóla,“ segir í drögunum. Fjárhaldsstjórnin segir að á árinu 2008 hafi launakostnaður sem hlutfall af tekjum verið 65,5 prósent á Álftanesi. Sama hlutfall hafi verið 49,3 prósent hjá öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu á þessum tíma. Hlutfallið náði hámarki á Álftanesi árið 2009 þegar það fór upp í 72,2 prósent. Í nýrri áætlun fjárhaldsstjórnarinnar á hlutfall launakostnaðar af tekjum að verða komið niður í 52,7 prósent á árinu 2012. Það er sama hlutfall og var árið 2004. Fjárhaldsstjórnin segir að nokkuð hafi verið um launagreiðslur umfram kjarasamninga á Álftanesi. Sérstaklega eru nefnd dæmi um óvanalega miklar greiðslur fyrir yfirvinnu á leiksskólum og tvöfalt hærri greiðslur fyrir ræstingu leikskólanna en ný uppmæling segi til um. Um háan rekstrarkostnað skólanna á Álftanesi segir að sem hlutfall af skatttekjum hafi hann verið 60,5 prósent á Álftanesi miðað við 43,5 prósent í nágrannasveitarfélögunum. Framtíðarskuldbindingar Álftaness við Eignarhaldsfélagið Fasteign, Búmenn hsf. og Ris ehf. eru virtar á 4.066 milljónir króna. 10 prósent álag á útsvar og 0,4 prósent fasteignaskattur þurfi að vera í gildi fram yfir árið 2015 eigi Álftanesi að takast að mynda einhvern afgang til að standa undir leigugreiðslum sveitarfélagsins. Auk þess verði að hagræða meira í rekstrinum. Það sé mat fjárhaldsstjórnarinnar að hægt sé að ná fram þeim rekstrarbata án þess að skerða frekar þjónustu en þegar hafi verið gert í sveitarfélaginu. gar@frettabladid.is Tengdar fréttir Þingmenn skiluðu ekki upplýsingum Nokkrir þingmenn, minnst fjórir úr Framsókn og einn úr Samfylkingu, ættu að vera en eru ekki á lista Ríkisendurskoðunar yfir þá sem skiluðu upplýsingum vegna prófkjörs 2006, fyrir alþingiskosningar 2007. Fjallað verður um aðra flokka síðar. 12. júní 2010 06:15 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Fjárhaldsstjórn Álftaness hefur gert nýja fjárhagsáætlun fyrir sveitarfélagið þar sem gengið er út frá verulega auknum sparnaði á næstu árum frá því sem sveitarfélagið sjálft og endurskoðunarskrifstofan KPMG gerðu ráð fyrir í janúar. Drög að greinargerð með nýju áætluninni voru lögð fram í bæjarstjórn Álftaness á síðasta fundi fyrir kosningar. „Þegar rekstur Sveitarfélagsins Álftaness er skoðaður er einkum tvennt sem sker sig úr í samanburði við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Annars vegar mjög mikill launakostnaður sveitarfélagsins, sem hefur farið vaxandi milli ára, og hins vegar mikill rekstrarkostnaður grunn- og leikskóla,“ segir í drögunum. Fjárhaldsstjórnin segir að á árinu 2008 hafi launakostnaður sem hlutfall af tekjum verið 65,5 prósent á Álftanesi. Sama hlutfall hafi verið 49,3 prósent hjá öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu á þessum tíma. Hlutfallið náði hámarki á Álftanesi árið 2009 þegar það fór upp í 72,2 prósent. Í nýrri áætlun fjárhaldsstjórnarinnar á hlutfall launakostnaðar af tekjum að verða komið niður í 52,7 prósent á árinu 2012. Það er sama hlutfall og var árið 2004. Fjárhaldsstjórnin segir að nokkuð hafi verið um launagreiðslur umfram kjarasamninga á Álftanesi. Sérstaklega eru nefnd dæmi um óvanalega miklar greiðslur fyrir yfirvinnu á leiksskólum og tvöfalt hærri greiðslur fyrir ræstingu leikskólanna en ný uppmæling segi til um. Um háan rekstrarkostnað skólanna á Álftanesi segir að sem hlutfall af skatttekjum hafi hann verið 60,5 prósent á Álftanesi miðað við 43,5 prósent í nágrannasveitarfélögunum. Framtíðarskuldbindingar Álftaness við Eignarhaldsfélagið Fasteign, Búmenn hsf. og Ris ehf. eru virtar á 4.066 milljónir króna. 10 prósent álag á útsvar og 0,4 prósent fasteignaskattur þurfi að vera í gildi fram yfir árið 2015 eigi Álftanesi að takast að mynda einhvern afgang til að standa undir leigugreiðslum sveitarfélagsins. Auk þess verði að hagræða meira í rekstrinum. Það sé mat fjárhaldsstjórnarinnar að hægt sé að ná fram þeim rekstrarbata án þess að skerða frekar þjónustu en þegar hafi verið gert í sveitarfélaginu. gar@frettabladid.is
Tengdar fréttir Þingmenn skiluðu ekki upplýsingum Nokkrir þingmenn, minnst fjórir úr Framsókn og einn úr Samfylkingu, ættu að vera en eru ekki á lista Ríkisendurskoðunar yfir þá sem skiluðu upplýsingum vegna prófkjörs 2006, fyrir alþingiskosningar 2007. Fjallað verður um aðra flokka síðar. 12. júní 2010 06:15 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Þingmenn skiluðu ekki upplýsingum Nokkrir þingmenn, minnst fjórir úr Framsókn og einn úr Samfylkingu, ættu að vera en eru ekki á lista Ríkisendurskoðunar yfir þá sem skiluðu upplýsingum vegna prófkjörs 2006, fyrir alþingiskosningar 2007. Fjallað verður um aðra flokka síðar. 12. júní 2010 06:15