Það fóru fjórir leikir fram í N1 deild kvenna í handbolta í dag og Íslandsmeistarar Vals, Fylkir og Stjarnan hafa öll unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu.
Stjörnukonur unnu 31-30 sigur á FH í N1 deild kvenna þar sem FH-liðið var nærri því búið að vinna upp gott forskot Garðabæjarliðsins í seinni hálfeik. Stjarnan var níu mörkum yfir í hálfleik, 20-11, en FH-liðið undir forustu Ragnhildar Rósu Guðmundsdóttur átti mjög góðan seinni hálfleik. Ragnhildur Rósa skoraði tólf mörk í leiknum.
Íslandsmeistarar Vals unnu auðveldan 16 marka sigur á Haukum á Ásvöllum þar sem Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fór á kostum og skoraði tólf mörk.
Fylkir vann síðan 26 marka sigur á ÍR og Eyjakonur unnu átta marka sigur á Gróttu í Eyjum.
Úrslitin úr N1 deild kvenna í dag
Stjarnan-FH 31-30 (20-11)
Mörk Stjörnunnar: Esther Viktoría Ragnarsdóttir 6, Elísabet Gunnarsdóttir 5, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 5, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 5, Sólveig Lára Kjærnested 4, Hildur Harðardóttir 2, Guðrún Hrefna Guðjónsdóttir 2, Guðrún Erla Bjarnadóttir 1, Aðalheiður Hreinsdóttir 1.
Mörk FH: Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 12, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 5, Ingibjörg Pálmadóttir 5, Hind Hannesdóttir 3, Gunnur Sveinsdóttir 3, Birna Íris Helgadóttir 1, Kristjana Þorradóttir 1.
Haukar-Valur 16-32 (6-14)
Mörk Hauka: Þórunn Friðriksdóttir 6, Karen Helga Sigurjónsdóttir 2, Gunnhildur Pétursdóttir 2, Viktoria Valdimarsdóttir 2, Sandra Sigurjónsdóttir 2, Erla Eiríksdóttir 1, Þórdís Helgadóttir 1.
Mörk Vals: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 12, Ágústa Edda Björnsdóttir 6, Hildigunnur Einarsdóttir 4, Kristín Guðmundsdóttir 3, Karolína B. Gunnarsdóttir 3, Rebekka Rut Skúladóttir 1, Íris Ásta Pétursdóttir 1, Arndís Maria Erlingsdóttir 1, Anett Köbli 1.
Fylkir-ÍR 40-14
ÍBV-Grótta 33-25
Valur, Fylkir og Stjarnan áfram á sigurbraut
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
