Innlent

Leikskólar sameinaðir í Reykjavík

Fjórir leikskólar verða sameinaðar í Reykjavík í lok sumars. Þetta er gert til að nýta fjármagn betur og efla fagstarf innan leikskólanna, að sögn Ingunnar Gísladóttur staðgengils sviðsstjóra leikskólasviðs.

Leikskólarnir sem um ræðir eru annars vegar Berg á Kjalarnesi og Bakki í Grafarvogi og hins vegar Fella- og Völvuborg í Fellahverfi. Um eitt hundrað börn verða í báðum leikskólunum eftir sameininguna. Ingunn segir að ekki sé um verulegar breytingar að ræða því að í báðum tilfellum séu tveir leikskólastjórar að láta af störfum. Þá segir hún að leikskólarnir í Fellahverfi séu hlið við hlið með sama bílastæði og að þeir deili nú þegar mötuneyti.

„Það verða færri en öflugir stjórnendur sem koma þá til með að sinna meiri stjórnun í þessum sameinuðu skólum. Þeir peningar sem verða til er þá hægt að nýta í innra starfið. Meginhugsunin með þessum breytingum er að nýta fjármagnið betur og efla fagstarfið innan skólanna," segir Ingunn og bætir við að í gærkvöldi hafi verið haldinn fundur með foreldrum og starfmönnum leikskólans Bergs á Kjalarnesi. Hún segir að fundurinn hafi verið góður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×