Handbolti

Svíar í úrslit á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aurelia Bredanu og félagar í rúmenska landsliðinu lentu í erfiðleikum með sænsku vörnina í dag.
Aurelia Bredanu og félagar í rúmenska landsliðinu lentu í erfiðleikum með sænsku vörnina í dag. Nordic Photos / AFP
Svíar tryggðu sér í dag sæti í úrslitaleik EM í handbolta sem lýkur í Herning í Danmörku á morgun. Svíþjóð vann Rúmeníu í úrslitaleik, 25-23.

Staðan í hálfleik var 14-13, Svíum í vil, en leikurinn var æsispennandi og liðin skiptust á að komast í forystu á síðasta stundarfjórðungi leiksins.

Rúmenar höfðu yfirhöndina, 22-21, þegar fimm mínútur voru eftir en Svíar skoruðu fjögur af fimm síðustu mörkum leiksins. Þar af skoraði Linnea Torsteinsson fjögur en hún var markahæst Svía með níu mörk.

Þá munaði einnig miklu um að Cecilia Grubbström varði víti í sænska markinu á lokamínútunum en markverðir beggja liða voru frábærir í dag. Grubbström varði alls fimmtán skot en Talida Tolnai 20 í marki Rúmena.

Tolnai varði oft glæsilega í leiknum, ekki síst undir lokin og ótrúlegt að Rúmenar skyldu ekki hafa nýtt sér það betur. Sænska vörnin var hins vegar ógnarsterk og Grubbström varði sömuleiðis vel.

Síðari undanúrslitin fara fram klukkan 16.00 en þá mætast gestgjafarnir Danmörk og Noregur í íþróttahöllinni í Herning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×