Alonso: Red Bull menn mjög fljótir 26. mars 2010 10:04 Fernando Alonso er vinsæll þessa dagana, enda vann hann fyrsta mót ársins og ekur með Ferrari. Mynd: Getty Images Fernando Alonso var í basli á æfingum í morgun og náði ekki að nýta sér þurra braut á seinni æfingu af tveimur, þegar rigningarskvetta truflaði æfinguna oftar en eini sinni. Hann náði aðeins fimmtánda besta tíma og skorti því æfingatíma á brautinni. "Við nýttum fyrri æfinguna vel og öfluðum upplýsinga, en á seinni æfingunni náðum við ekki að keyra eins mikið og við vildum. Sérstaklega ekki á mýkri dekkjunum. Við erum því ekki með þær upplýsingar fyrir kappaksturinn sem við þurfum. En það sama á við alla, þannig að ég hef ekki áhyggjur. Við náðum að gera svona 80% af því sem gera þurfti", sagði Alonso sem vann fyrsta mót ársins. Hann telur að Red Bull liðið sé með öflugasta bílinn, en Ferrari, McLaren og Mercedes komi næst. "Red Bull er fljótasti bíllinn eftir veturinn og fyrsta mótið. Þeir eru mjög, mjög fljótir, en svo eru þrjú lið þar á eftir. Það verður kapphlaup á mili móta að þróa bílanna til að standast slaginn í meistarakeppninni og það mun skipta máli. Mitt lið er eitt það besta í því fagi og því hef ég ekki áhyggjur þó Red Bull menn séu fljótir þessa dagana", sagði Alonso. Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fernando Alonso var í basli á æfingum í morgun og náði ekki að nýta sér þurra braut á seinni æfingu af tveimur, þegar rigningarskvetta truflaði æfinguna oftar en eini sinni. Hann náði aðeins fimmtánda besta tíma og skorti því æfingatíma á brautinni. "Við nýttum fyrri æfinguna vel og öfluðum upplýsinga, en á seinni æfingunni náðum við ekki að keyra eins mikið og við vildum. Sérstaklega ekki á mýkri dekkjunum. Við erum því ekki með þær upplýsingar fyrir kappaksturinn sem við þurfum. En það sama á við alla, þannig að ég hef ekki áhyggjur. Við náðum að gera svona 80% af því sem gera þurfti", sagði Alonso sem vann fyrsta mót ársins. Hann telur að Red Bull liðið sé með öflugasta bílinn, en Ferrari, McLaren og Mercedes komi næst. "Red Bull er fljótasti bíllinn eftir veturinn og fyrsta mótið. Þeir eru mjög, mjög fljótir, en svo eru þrjú lið þar á eftir. Það verður kapphlaup á mili móta að þróa bílanna til að standast slaginn í meistarakeppninni og það mun skipta máli. Mitt lið er eitt það besta í því fagi og því hef ég ekki áhyggjur þó Red Bull menn séu fljótir þessa dagana", sagði Alonso.
Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira