Innlent

Fingurbraut barnsmóður sína

Mynd/GVA
Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á barnsmóður sína í júlí 2008. Maðurinn réðst á konuna, reif í hár hennar og veitt henni nokkur hnefahögg í höfuð, handleggi og hendur með þeim afleiðingum að hún hlaut mar í andliti, mar á vinstri upphandlegg og brot á litla fingri hægrihandar. Manninum er gert að greiða barnsmóður sinni 250 þúsund krónur með vöxtum í miskabætur.

Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur. Einn dómari, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði sératkvæði en hann taldi að sýkna bæri manninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×