Handbolti

Jicha markahæstur í Þýskalandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Filip Jicha.
Filip Jicha.

Alexander Petersson og Þórir Ólafsson hafa skorað mest Íslendinganna í þýsku bundesligunni í vetur. Báðir hafa þeir skorað 42 mörk það sem af er vetri. Ekkert marka Alexanders hefur komið af vítalínunni en Þórir hefur nýtt 15 af 19 vítum sínum í vetur.

Tékkneska stórskyttan hjá Kiel, Filip Jicha, er markahæstur í deildinni en hann hefur skorað marki meira en þeir Hans Lindberg hjá Hamburg og Michael Spatz, leikmaður Grosswallstadt.

Það er aftur á móti Austurríkismaðurinn Robert Weber, leikmaður Magdeburg, sem hefur skorað flest mörk að meðaltali í leik eða 7,5.

Markahæstir í Þýskalandi:

  1. Filip Jicha, 63/15
  2. Hans Lindberg, 62/28
  3. Michael Spatz, 62/29
  4. Robert Weber, 60/22
  5. Anders Eggert, 58/36
  6. Chen Pomeranz, 57/16
  7. Uwe Gensheimer, 57/21
  8. Christian Zeitz, 55
  9. Vedran Zrnic, 55/23
  10. Oscar Carlén, 54
  11. Ivan Nincevic, 52/25
  12. Marcin Lijewski, 51
  13. Adrian Pfahl, 50/5
  14. Drago Vukovic, 49
  15. Jure Natek, 46
  16. Nenad Vuckovic, 46/6
  17. Benjamin Herth, 46/21
  18. Lasse Svan Hansen, 45
  19. Alexander Petersson, 42
  20. Þórir Ólafsson, 42/15






Fleiri fréttir

Sjá meira


×