Lögmenn ráða hvaða gögn þeir vilja sjá 24. ágúst 2010 06:15 Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir enga hagsmunaárekstra skapast þó að slitastjórnin fái upplýsingar um starfsemi Iceland Express í Bandaríkjunum. Fréttablaðið/gva Formaður slitastjórnar Glitnis hafnar alfarið ásökunum um að slitastjórnin sé að reyna að afla samkeppnisupplýsinga um starfsemi Iceland Express í Bandaríkjunum með kröfugerð í dómsmáli sem slitastjórnin rekur nú í New York í Bandaríkjunum. „Þetta er mjög langsótt að mínu mati, og ekkert slíkt sem vakir fyrir okkur," segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu sakar Pálmi Haraldsson, aðaleigandi Iceland Express, slitastjórnina um að reyna með ólögmætum hætti að fá samkeppnisupplýsingar með kröfu um afhendingu gagna í málinu. Steinunn segir slitastjórnina ekki hlutast til um hvaða gögn sé beðið um, ákvörðun um slíkt sé alfarið í höndum lögmanna slitastjórnarinnar í New York. Meðal gagna sem farið er fram á að Pálmi afhendi eru öll samskipti Iceland Express við bandaríska loftferðaeftirlitið, samstarfsaðila á Newark-flugvelli, gögn um markaðsstarfsemi í New York og fleira. Í yfirlýsingu Pálma er bent á að Íslandsbanki, arftaki Glitnis, eigi um 47 prósent í Icelandair, keppinauti Iceland Express. Spurð hvort slitastjórnin muni fá umrædd gögn í hendur, fáist þau afhent, segir Steinunn svo vera, enda höfði slitastjórnin málið. Aðspurð segir hún enga hagsmunaárekstra vegna óska lögmanna slitastjórnarinnar. Hún bendir jafnframt á að slitastjórn Glitnis höfði málið í New York, en skilanefndin sýsli með eignir bankans.- bj Fréttir Innlent Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Formaður slitastjórnar Glitnis hafnar alfarið ásökunum um að slitastjórnin sé að reyna að afla samkeppnisupplýsinga um starfsemi Iceland Express í Bandaríkjunum með kröfugerð í dómsmáli sem slitastjórnin rekur nú í New York í Bandaríkjunum. „Þetta er mjög langsótt að mínu mati, og ekkert slíkt sem vakir fyrir okkur," segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu sakar Pálmi Haraldsson, aðaleigandi Iceland Express, slitastjórnina um að reyna með ólögmætum hætti að fá samkeppnisupplýsingar með kröfu um afhendingu gagna í málinu. Steinunn segir slitastjórnina ekki hlutast til um hvaða gögn sé beðið um, ákvörðun um slíkt sé alfarið í höndum lögmanna slitastjórnarinnar í New York. Meðal gagna sem farið er fram á að Pálmi afhendi eru öll samskipti Iceland Express við bandaríska loftferðaeftirlitið, samstarfsaðila á Newark-flugvelli, gögn um markaðsstarfsemi í New York og fleira. Í yfirlýsingu Pálma er bent á að Íslandsbanki, arftaki Glitnis, eigi um 47 prósent í Icelandair, keppinauti Iceland Express. Spurð hvort slitastjórnin muni fá umrædd gögn í hendur, fáist þau afhent, segir Steinunn svo vera, enda höfði slitastjórnin málið. Aðspurð segir hún enga hagsmunaárekstra vegna óska lögmanna slitastjórnarinnar. Hún bendir jafnframt á að slitastjórn Glitnis höfði málið í New York, en skilanefndin sýsli með eignir bankans.- bj
Fréttir Innlent Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira