Innlent

Fyrsta skref sameiningar

Katrín Jakobs­dóttir segir aukið samstarf opinberu háskólanna geta leitt til sameiningar í framtíðinni. fréttablaðið/anton
Katrín Jakobs­dóttir segir aukið samstarf opinberu háskólanna geta leitt til sameiningar í framtíðinni. fréttablaðið/anton
Sumarið verður nýtt í að stofna net sem verður nokkurs konar yfirhattur yfir alla fjóra opinberu háskólana. Hugmyndir um sameiningu Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík náðu ekki fram að ganga. Þess í stað verður samstarf allra skólanna stóraukið.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að stofnað verði net, líkt og þekkist í Skotlandi og í Bandaríkjunum, og háskólarnir muni starfa saman. Af því verði samlegðaráhrif. Spurð hvort þetta sé fyrsta skrefið í átt til sameiningar segir hún að það sé hugsanlegt.

„Þarna verður til öflugra net í anda samstarfs sem hugsanlega leiðir til sameiningar. Markmiðið er þó að það verði öflugt starf á öllum fjórum stöðunum.“

Tillögurnar hafa verið kynntar í ríkisstjórn en svo þær geti orðið að veruleika þarf lagabreytingar. Mismunandi lög gilda um skólana, þannig fellur Háskólinn á Hólum undir búnaðarlög en hinir undir lög um háskóla. Auk Hólaskóla nær þetta til HÍ, HA og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Katrín segir að með þessa sé hægt að samhæfa kennslu og nýtingu á stofnþjónustu. Með tillögunum er verið að fylgja ráðgjöf erlendra sérfræðinga.- kóp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×