Innlent

Sóðaakstur í sumarbyrjun

Maðurinn ók radar niður og litlu mátti muna að han hefði kastast í næsta bíl.
Maðurinn ók radar niður og litlu mátti muna að han hefði kastast í næsta bíl.

Starfsmönnum Spalar brá heldur betur í brún þegar ökumaður á jeppabifreið ók að minnsta kosti á 70 kílómetra hraða á radar sem notaður var til að lengdarmæla bíla í gjaldhliðina við Hvalfjarðargöngin á sumardaginn fyrsta.

Á heimasíðu Spalar lýsa starfsmenn atvikinu svona: „Starfsmönnum í skýlinu brá verulega og þeim flaug helst í hug að einhverjar náttúruhamfarir skýrðu hávaðann og titringinn sem áreksturinn skapaði. Nærtækari skýring fékkst hins vegar fljótt og reyndar þótti með nokkrum ólíkindum að ökumaðurinn skyldi ekki missa stjórnina á bílnum þegar hann hreinsaði burtu grindina og radarinn á hraðferð inn í sumarið - hraðferð sem allt eins hefði getað verið inn í sjálfa eilífðina fyrir ökumanninn sjálfan og aðra vegfarendur."

Meðfylgjandi er myndband sem sýnir þegar ökumaðurinn ekur á radarinn með þeim afleiðingum að hann brotnar og má litlu muna að hann kastist á aðra bifreið.

Atvikið var tilkynnt samstundis til lögreglunnar sem stöðvaði manninn stuttu síðar. Maðurinn reyndist vera ölvaður. Hér má nálgast myndbandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×