Gildahlöður og menningarbylting 20. október 2010 06:00 Hún var skemmtileg og athyglisverð fréttin um leikskólabörnin í Sjónvarpinu 13. október sl. Sagt var frá göngu barna í leikskólum borgarinnar frá Hallgrímskirkju niður á Ingólfstorg þar sem þau sungu og mynduðu friðarmerki. Tilgangurinn var góður og sagt var í fréttinni að þetta hefði verið gert til þess að leggja áherslu á „friðar og kærleiksboðskap Johns Lennon og Yoko Ono". Mér er vel við Lennon og margt af því sem hann skapaði er hátt skrifað hjá mér. Friðarganga barnanna var gerð undir tilteknu merki, friðarmerkinu, sem frægt varð á tímum blómabyltingarinnar. Friðarmerkið er eins og önnur merki og tákn, það bendir til einhvers sem að baki stendur, vísar til gilda eða trúar, einhverrar stefnu, heimspeki eða gildismats. Ekkert er hlutlaust í henni veröld. Allt hefur í sér fólgin einhver gildi eða tilvísanir. En þrátt fyrir það er lífsskoðunum gert mishátt undir höfði og það með réttu. Við samþykkjum t.d. ekki lífsfjandsamlegar skoðanir en metum þær hærra sem boða frið, kærleika og sátt. Mikilvægt er að hlutlægni gildi varðandi álitamál á sviði lífsskoðana. Ég geri þetta að umtalsefni vegna þess að nú um þessar mundir er hart gengið fram gegn kristinni trú í landinu. Leikskólar, sem nú eru margir algjörlega lokaðir fyrir öllum áhrifum frá kirkju og kristni og þar með boðskap Jesú Krists um „frið og kærleika", virðast nú hafa opnað fyrir nýjum „trúarbrögðum" með nýjum „frelsurum". Af því tilefni spyr ég: Ef kristnir söfnuðir í miðbæ Reykjavíkur hefðu farið þess á leit við leikskólana að fá börnin með í friðargöngu til þess að mynda krosstákn og leggja áherslu á „friðar og kærleiksboðskap Jesú Krists", hefði fengist leyfi fyrir slíkri göngu? Hvað má gera með börnum? Hvað má kenna í skólum? Við þurfum að taka það allt til endurskoðunar, einkum í ljósi þess, að nú er hamast á kirkju og kristni sem aldrei fyrr og boðskapurinn um frið og kærleika sem þaðan kemur er af fámennum hópi talinn hættulegur börnum þessa lands. Hvar á að láta staðar numið í þessum efnum? Ég get til að mynda haft margt að athuga við gildismat íþróttafélaga í landinu og barist gegn því að þau fái aðgang að skólum vegna þess að íþróttir gangi margar hverjar, ef ekki flestar, út á samkeppni og yfirburði, hetju- og hlutadýrkun, eftirsókn eftir peningum, frægð og öðrum veraldlegum gæðum, sem tærast og eyðast. Sástu atganginn á dögunum í kringum hann Ronaldo, blessaðan? Og ég get líka lagst gegn því að ættjarðarljóð séu kennd í skólum og/eða sungin, þar sem slíkt geti alið á óeðlilegri þjóðrembu og hættulegri þjóðerniskennd (nasjónalisma). Og ég get líka lagst gegn því að nemendur í skólum láti sjást á sér eða flíkum sínum nokkur tískumerki eða slagorð. Einnig mætti berjast gegn því að vörumerki yfirleitt sjáist í skólum, ekki á nokkrum blýanti, penna eða strokleðri. Allt eru þetta í raun skoðanir sem eru sjálfum mér fjarri en nefndar hér til að sýna fram á fáránleika umræðunnar þegar kemur að rökum andstæðinga kristinnar trúar. Viljum við kannski þjóðfélag í anda menningarbyltingarinnar í Kína á dögum Maós formanns sem reyndi að þurrka allar skoðanir og háttsemi út nema eina skoðun og einn klæðnað? Allt er gildishlaðið. Engin kennsla er hlutlaus og verður aldrei. Hvernig á til dæmis að kenna sögu í skólum, menningu, trúarbrögð, tungumál, félagsfræði? Hvar ætla þau sem vilja kirkju og kristni út úr öllum skólum að draga mörkin? Krafa þeirra um að „gerilsneyða" skóla, af boðskap kristinnar trúar, vekur upp spurningar um allt sem fram fer í skólum, einnig í ríkisreknum fjölmiðlum og víðar. Gildahlöður þjóðfélagsins eru margar. Kristin kirkja geymir í sínum hlöðum gömul og margreynd gildi sem enn duga í lífsbaráttu einstaklinga og þjóðar. Félagar í Siðmennt eiga sínar gildahlöður. Vantrúarfélagar einnig. Sama má segja um fylgjendur stjórnmálaflokka, hagsmunasamtök öll og hreyfingar. Vilt þú íþróttir út úr skólum, sögukennslu, ættjarðarljóð, kristna menningu og grunngildi? Telur þú að þjóðfélagið þrífist í skjóli þöggunar og útilokunar? Meirihlutinn á ekki að kúga minnihlutann. Það er rétt. En meirihlutinn getur vissulega ráðið ferðinni og þannig er það yfirleitt í lýðræðisþjóðfélagi. En vilt þú að minnihluti landsmanna kúgi meirihlutann með útilokun skoðana og trúar fjöldans? Rétturinn til trúfrelsis er réttur til trúar en ekki frá trú. Ég get ekki krafist þess að trúarskoðanir heyrist hvergi í opinberri umræðu því sú krafa leiðir óhjákvæmilega til þess að allar skoðanir verði bannaðar. Þöggun skoðana leiðir ekki af sér umburðarlyndi heldur hið gagnstæða. Ekkert þjóðfélag þrífst án grunngilda. Ef þessum gildum verður varpað fyrir róða, hvað verður þá tekið upp í staðinn? Í fjölhyggjusamfélagi þarf fólk að læra að virða og meta skoðanir annarra. Þess vegna eiga skoðanir að fá að heyrast og birtast en ekki að lúta þöggun af hálfu þröngsýnna manna. Ég tel að þöggunin sem nú er reynt að innleiða í skóla muni leiða af sér fordóma, fáfræði og fátækara samfélag. Ég vil ekki búa í slíku þjóðfélagi. En þú? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hún var skemmtileg og athyglisverð fréttin um leikskólabörnin í Sjónvarpinu 13. október sl. Sagt var frá göngu barna í leikskólum borgarinnar frá Hallgrímskirkju niður á Ingólfstorg þar sem þau sungu og mynduðu friðarmerki. Tilgangurinn var góður og sagt var í fréttinni að þetta hefði verið gert til þess að leggja áherslu á „friðar og kærleiksboðskap Johns Lennon og Yoko Ono". Mér er vel við Lennon og margt af því sem hann skapaði er hátt skrifað hjá mér. Friðarganga barnanna var gerð undir tilteknu merki, friðarmerkinu, sem frægt varð á tímum blómabyltingarinnar. Friðarmerkið er eins og önnur merki og tákn, það bendir til einhvers sem að baki stendur, vísar til gilda eða trúar, einhverrar stefnu, heimspeki eða gildismats. Ekkert er hlutlaust í henni veröld. Allt hefur í sér fólgin einhver gildi eða tilvísanir. En þrátt fyrir það er lífsskoðunum gert mishátt undir höfði og það með réttu. Við samþykkjum t.d. ekki lífsfjandsamlegar skoðanir en metum þær hærra sem boða frið, kærleika og sátt. Mikilvægt er að hlutlægni gildi varðandi álitamál á sviði lífsskoðana. Ég geri þetta að umtalsefni vegna þess að nú um þessar mundir er hart gengið fram gegn kristinni trú í landinu. Leikskólar, sem nú eru margir algjörlega lokaðir fyrir öllum áhrifum frá kirkju og kristni og þar með boðskap Jesú Krists um „frið og kærleika", virðast nú hafa opnað fyrir nýjum „trúarbrögðum" með nýjum „frelsurum". Af því tilefni spyr ég: Ef kristnir söfnuðir í miðbæ Reykjavíkur hefðu farið þess á leit við leikskólana að fá börnin með í friðargöngu til þess að mynda krosstákn og leggja áherslu á „friðar og kærleiksboðskap Jesú Krists", hefði fengist leyfi fyrir slíkri göngu? Hvað má gera með börnum? Hvað má kenna í skólum? Við þurfum að taka það allt til endurskoðunar, einkum í ljósi þess, að nú er hamast á kirkju og kristni sem aldrei fyrr og boðskapurinn um frið og kærleika sem þaðan kemur er af fámennum hópi talinn hættulegur börnum þessa lands. Hvar á að láta staðar numið í þessum efnum? Ég get til að mynda haft margt að athuga við gildismat íþróttafélaga í landinu og barist gegn því að þau fái aðgang að skólum vegna þess að íþróttir gangi margar hverjar, ef ekki flestar, út á samkeppni og yfirburði, hetju- og hlutadýrkun, eftirsókn eftir peningum, frægð og öðrum veraldlegum gæðum, sem tærast og eyðast. Sástu atganginn á dögunum í kringum hann Ronaldo, blessaðan? Og ég get líka lagst gegn því að ættjarðarljóð séu kennd í skólum og/eða sungin, þar sem slíkt geti alið á óeðlilegri þjóðrembu og hættulegri þjóðerniskennd (nasjónalisma). Og ég get líka lagst gegn því að nemendur í skólum láti sjást á sér eða flíkum sínum nokkur tískumerki eða slagorð. Einnig mætti berjast gegn því að vörumerki yfirleitt sjáist í skólum, ekki á nokkrum blýanti, penna eða strokleðri. Allt eru þetta í raun skoðanir sem eru sjálfum mér fjarri en nefndar hér til að sýna fram á fáránleika umræðunnar þegar kemur að rökum andstæðinga kristinnar trúar. Viljum við kannski þjóðfélag í anda menningarbyltingarinnar í Kína á dögum Maós formanns sem reyndi að þurrka allar skoðanir og háttsemi út nema eina skoðun og einn klæðnað? Allt er gildishlaðið. Engin kennsla er hlutlaus og verður aldrei. Hvernig á til dæmis að kenna sögu í skólum, menningu, trúarbrögð, tungumál, félagsfræði? Hvar ætla þau sem vilja kirkju og kristni út úr öllum skólum að draga mörkin? Krafa þeirra um að „gerilsneyða" skóla, af boðskap kristinnar trúar, vekur upp spurningar um allt sem fram fer í skólum, einnig í ríkisreknum fjölmiðlum og víðar. Gildahlöður þjóðfélagsins eru margar. Kristin kirkja geymir í sínum hlöðum gömul og margreynd gildi sem enn duga í lífsbaráttu einstaklinga og þjóðar. Félagar í Siðmennt eiga sínar gildahlöður. Vantrúarfélagar einnig. Sama má segja um fylgjendur stjórnmálaflokka, hagsmunasamtök öll og hreyfingar. Vilt þú íþróttir út úr skólum, sögukennslu, ættjarðarljóð, kristna menningu og grunngildi? Telur þú að þjóðfélagið þrífist í skjóli þöggunar og útilokunar? Meirihlutinn á ekki að kúga minnihlutann. Það er rétt. En meirihlutinn getur vissulega ráðið ferðinni og þannig er það yfirleitt í lýðræðisþjóðfélagi. En vilt þú að minnihluti landsmanna kúgi meirihlutann með útilokun skoðana og trúar fjöldans? Rétturinn til trúfrelsis er réttur til trúar en ekki frá trú. Ég get ekki krafist þess að trúarskoðanir heyrist hvergi í opinberri umræðu því sú krafa leiðir óhjákvæmilega til þess að allar skoðanir verði bannaðar. Þöggun skoðana leiðir ekki af sér umburðarlyndi heldur hið gagnstæða. Ekkert þjóðfélag þrífst án grunngilda. Ef þessum gildum verður varpað fyrir róða, hvað verður þá tekið upp í staðinn? Í fjölhyggjusamfélagi þarf fólk að læra að virða og meta skoðanir annarra. Þess vegna eiga skoðanir að fá að heyrast og birtast en ekki að lúta þöggun af hálfu þröngsýnna manna. Ég tel að þöggunin sem nú er reynt að innleiða í skóla muni leiða af sér fordóma, fáfræði og fátækara samfélag. Ég vil ekki búa í slíku þjóðfélagi. En þú?
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar