Innlent

Mikil óvissa ríkir um framtíð hvalveiða

Mikil óvissa ríkir um afdrif málamiðlunartillögu um hvalveiðar í atvinnuskyni sem fjallað verður um á ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðsins sem hefst í Agadír í Marokkó í dag.

Tillögunni er ætlað að koma í stað banns við hvalveiðum sem gilt hefur undanfarin 25 ár.

Tómas Heiðar fulltrúi Íslands í hvalveiðiráðinu segir í samtali við BBC að hann hafi enga ástæðu til að vera bjartsýnn á að málamiðlunin verði samþykkt. Samkvæmt henni fengju Íslendingar að veiða veiða 80 langreyðar og 80 hrefnur árlega frá 2011 til 2020.

Japanar hafa lýst yfir því að verði tillagan felld kunni þeir að segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×