Móðir Jörð aftur til mæðranna Charlotte Böving skrifar 25. nóvember 2010 06:00 Ég trúi því að heimurinn væri betri ef konur hefðu einkarétt á landeignum. Í þessum heimshluta veltum við jarðeignum ekki svo mikið fyrir okkur, að minnsta kosti ekki hvors kyns eigandur eru. En í mörgum þróunarlöndum, svosem í Afríku og víða í Suður-Ameríku, hefur reynslan sýnt að fái konur að eiga, jafnvel bara að rækta, lítinn landskika bætir það lífskjör fjölskyldunnar. Á flestum stöðum hafa konur þó enga eða mjög takmarkaða möguleika á því að eignast land. Það þýðir að karlmenn geta vísað þeim (og börnum) á dyr gangi hjónaband ekki upp. (Og við vitum vel hve erfitt getur verið að láta hjónabönd ganga upp. Ekki ómögulegt, en erfitt!) Mér finnst að þessu ætti að vera algerlega öfugt farið. Konur ættu að eiga jörðina og menn ættu að vinna sér inn ábúanda-rétt. Til dæmis með vinnuafli við landrækt eða með handiðn. Þeir gætu líka skrifað bækur eða ljóð til flutnings eða þeir gætu fundið upp hluti eða… ja, mennirnir ættu alveg að geta fundið sér eitthvað til dundurs og lagt þannig í púkk til að verða okkur úti um föt, mat og þær utanlandsferðir eða annað sem okkur dreymir um. Þeir gætu líka notað tíma í að læra að verða góðir elskhugar, þannig að konurnar langaði að hafa þá sem næsta sér. Það eina sem þeir mættu ekki væri að eiga land. Jörðina ættu konurnar og hún gengi í arf frá móður til dóttur. Í dag eiga karlmenn mestan hluta af landeignum heimsins. Og hvernig hefur það nú gengið? Taktu þér mínutu til ad íhuga það. Þegar landnámsmenn og -konur komu til Íslands uppúr 850 giltu reglur um landnámið. Fólk gat eignast það landssvæði sem það komst yfir frá sólarupprás til sólseturs. Karlmaður mátti safna mönnum sínum og þrælum, söðla hesta og ríða út með kyndla. Það land sem fylkt lið hans gat afmarkað með kyndlunum fyrir sólsetur varð eign hans. Kvenmaður hafði jafn mikinn tíma, en lengra náði jafnréttið ekki. Konan varð að fara fótgangandi og fékk til fylgdar kú, sem hún varð að hafa í eftirdragi! Færum mæðrunum aftur móðurjörðina og gefum karlpeningnum frí frá eignaréttinum, sem þeir eru hvort sem er ekkert að ráða við. Ég myndi byrja á því að breyta álverum í gróðurhús. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlotte Böving Mest lesið Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun
Ég trúi því að heimurinn væri betri ef konur hefðu einkarétt á landeignum. Í þessum heimshluta veltum við jarðeignum ekki svo mikið fyrir okkur, að minnsta kosti ekki hvors kyns eigandur eru. En í mörgum þróunarlöndum, svosem í Afríku og víða í Suður-Ameríku, hefur reynslan sýnt að fái konur að eiga, jafnvel bara að rækta, lítinn landskika bætir það lífskjör fjölskyldunnar. Á flestum stöðum hafa konur þó enga eða mjög takmarkaða möguleika á því að eignast land. Það þýðir að karlmenn geta vísað þeim (og börnum) á dyr gangi hjónaband ekki upp. (Og við vitum vel hve erfitt getur verið að láta hjónabönd ganga upp. Ekki ómögulegt, en erfitt!) Mér finnst að þessu ætti að vera algerlega öfugt farið. Konur ættu að eiga jörðina og menn ættu að vinna sér inn ábúanda-rétt. Til dæmis með vinnuafli við landrækt eða með handiðn. Þeir gætu líka skrifað bækur eða ljóð til flutnings eða þeir gætu fundið upp hluti eða… ja, mennirnir ættu alveg að geta fundið sér eitthvað til dundurs og lagt þannig í púkk til að verða okkur úti um föt, mat og þær utanlandsferðir eða annað sem okkur dreymir um. Þeir gætu líka notað tíma í að læra að verða góðir elskhugar, þannig að konurnar langaði að hafa þá sem næsta sér. Það eina sem þeir mættu ekki væri að eiga land. Jörðina ættu konurnar og hún gengi í arf frá móður til dóttur. Í dag eiga karlmenn mestan hluta af landeignum heimsins. Og hvernig hefur það nú gengið? Taktu þér mínutu til ad íhuga það. Þegar landnámsmenn og -konur komu til Íslands uppúr 850 giltu reglur um landnámið. Fólk gat eignast það landssvæði sem það komst yfir frá sólarupprás til sólseturs. Karlmaður mátti safna mönnum sínum og þrælum, söðla hesta og ríða út með kyndla. Það land sem fylkt lið hans gat afmarkað með kyndlunum fyrir sólsetur varð eign hans. Kvenmaður hafði jafn mikinn tíma, en lengra náði jafnréttið ekki. Konan varð að fara fótgangandi og fékk til fylgdar kú, sem hún varð að hafa í eftirdragi! Færum mæðrunum aftur móðurjörðina og gefum karlpeningnum frí frá eignaréttinum, sem þeir eru hvort sem er ekkert að ráða við. Ég myndi byrja á því að breyta álverum í gróðurhús.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun