Innlent

Vöktuðu tölvupóst brottrekins starfsmanns

SB skrifar
Af heimasíðu VM.is
Af heimasíðu VM.is

Starfsmaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna kvartaði til Persónuverndar yfir því að tölvupóstur hans var áframsendur á þriðja aðila eftir að samið var um starfslok hans hjá félaginu. Persónuvernd segir áframsendingu póstsins óheimila.

Málið barst Persónuvernd þann 24. febrúar en þá kvartaði ónefndur starfsmaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna til Persónuverndar. Starfsmanninum hafði verið sagt upp störfum en einkapóstur hans var áframsendur til þriðja aðila innan félagsins.

Taldi starfsmaðurinn á sér brotið.

Í úrskurði Persónuverndar segir í svari frá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna að áframsending póstsins hafi verið gerð "í málefnalegum tilgangi, með eins hóflegum hætti og mögulegt var og án þess að gengið væri á rétt kvartanda á einn eða annan hátt."

Því sé enginn fótur fyrir ávirðingum kvartanda.

Persónuvernd kemst að annarri niðurstöðu og segir áframsendingu póstsins falla undir lög um Persónuvernd, niðurstaða stofnunarinnar sé sú að Félagi vélstjóra og málmtæknimanna hafi ekki verið heimilt að fylgjast með pósti hins brottrekna starfsmanns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×