Innlent

Skeljungur hækkar líka

Mynd úr safni

Skelungur hefur fylgt í fótspor Olís og hækkað eldsneytisverð hjá sér um tólf krónur. Algengasta verð fyrir 95 oktana bensín á stöðvum félagsins er nú um 201 króna og dísellítrin kostar tæpar 200 krónur. Olís reið á vaðið eins og áður sagði og hækkaði í morgun verð á bensíni og dísel um 20 krónur á lítra.

Á vef fyrirtækisins segir að verð á bensíni og dísel sé langt undir því verði sem þarf til að standa undir eðlilegum rekstrarkostnaði. Þar segir einnig að verðið sé nú undir verði í flestum af nágrannaríkjunum. Algengasta verð á 95 oktana bensíni hjá Olís er um 207 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×