Handbolti

Frábær auglýsing hjá sænsku handboltakempunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Svíar hafa ekki gleymt gullkynslóðinni sinni í handbolta en þeir eru farnir að minna sitt fólk á að ný kynslóð hafi tekið við kyndlinum af Magnus Wislander og félögum.

Aðalstyrktaraðili sænska handboltasambandsins hefur nú búið til skemmtilega auglýsingu þar sem þessum skilaboðum er komið á framfæri.

Í auglýsingunni má sjá kempur eins og Wislander, Magnus Andersson og Per Carlén spila handbolta a fornöld en þeir láta síðan nýja kynslóðina fífla sig. Gamli þjálfarinn Bengt Johansson tekur einnig þátt í sprellinu.

Auglýsingin er afar skemmtileg og hana má sjá í myndskeiðinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×