Handbolti

Guðmundur tilkynnir fimmtán leikmenn - Ólafur í stúkunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Ólafur Guðmundsson verður í stúkunni í kvöld.
Ólafur Guðmundsson verður í stúkunni í kvöld.

Guðmundur Guðmundsson hefur tilkynnt fimmtán leikmenn til þátttöku á Evrópumeistaramótinu í handbolta sem hefst í dag.

Ísland mætir Serbíu í kvöld en íslenski riðillinn fer fram í Linz.

Hvert lið þurfti að tilkynna sinn leikmannahóp til evrópska handknattleikssambandsins í gær, mest sextán leikmenn.

Guðmundur ákvað hins vegar að skilja eftir eitt pláss autt og verður því FH-ingurinn ungi, Ólafur Guðmundsson, upp í stúku í kvöld.

Danir og Serbar tilkynntu alla sextán leikmenn sína til leiks í gærkvöldi en Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Austurríkis, aðeins fimmtán rétt eins og Guðmundur.

Leikmannahópur Íslands:

Markverðir:

Björgvin Páll Gústavsson

Hreiðar Guðmundsson

Aðrir leikmenn:

Vignir Svavarsson

Logi Geirsson

Aron Pálmarsson

Ingimundur Ingimundarson

Ásgeir Örn Hallgrímsson

Arnór Atlason

Guðjón Valur Sigurðsson

Snorri Steinn Guðjónsson

Ólafur Stefánsson

Sturla Ásgeirsson

Alexander Petersson

Sverre Jakobsson

Róbert Gunnarsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×