AGS opnar á 105 milljarða lán 17. apríl 2010 06:00 Gylfi Magnússon. Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lauk í gær við endurskoðun annars áfanga efnahagsáætlunar sjóðsins fyrir Ísland. „Þar með opnast fyrir verulegt lánsfé sem ætti að hafa verulegar, jákvæðar afleiðingar," sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Í kjölfar þessa opnast Íslendingum aðgangur að um 105 milljarða króna láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Norðurlöndunum og Póllandi, auk um 20 milljarða sem ónýttir voru frá fyrri endurskoðun. Gylfi sagði að nú ætti að slá á allar áhyggjur af lausafjárskorti íslenska ríkisins í erlendri mynt. „Svo skiptir miklu að fá álit sjóðsins á stöðunni, sem við gerum ráð fyrir að verði birt á þriðjudag eða miðvikudag." Allt ætti þetta að auðvelda róðurinn næstu mánuði. „Þá horfi ég sérstaklega til þess að hægt verði að stuðla að auknum erlendum fjárfestingum," sagði Gylfi. „Við vonum að AGS-áætlunin liðki fyrir því að fjárfestingar vaxi," sagði Gylfi. Vegna tafa á afgreiðslu efnahagsáætlunar AGS hefur verið ákveðið að framlengja áætlunina um þrjá mánuði, til loka ágúst 2011. Spurður um efnahagsleg áhrif gossins í Eyjafjallajökli sagði Gylfi að þau hefðu ekki verið kortlögð en yrðu vonandi ekki umtalsverð. Þau velti á því hve langvinnt gosið verður. Hann sagðist „leyfa sér að gera ráð fyrir" að gosið trufli ekki viðræður við erlenda fjárfesta og hefði ekki neikvæð áhrif á áhuga þeirra á að fjárfesta hér á landi, til dæmis í orkufrekum iðnaði. „Ég á síður von á að þetta hafi áhrif á þá sem eru að fjárfesta til langs tíma en auðvitað er ekki óhugsandi að menn ákveði að fresta eða bíða með framkvæmdir þar til eldsumbrotum linnir," sagði hann. - pg Innlent Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lauk í gær við endurskoðun annars áfanga efnahagsáætlunar sjóðsins fyrir Ísland. „Þar með opnast fyrir verulegt lánsfé sem ætti að hafa verulegar, jákvæðar afleiðingar," sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Í kjölfar þessa opnast Íslendingum aðgangur að um 105 milljarða króna láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Norðurlöndunum og Póllandi, auk um 20 milljarða sem ónýttir voru frá fyrri endurskoðun. Gylfi sagði að nú ætti að slá á allar áhyggjur af lausafjárskorti íslenska ríkisins í erlendri mynt. „Svo skiptir miklu að fá álit sjóðsins á stöðunni, sem við gerum ráð fyrir að verði birt á þriðjudag eða miðvikudag." Allt ætti þetta að auðvelda róðurinn næstu mánuði. „Þá horfi ég sérstaklega til þess að hægt verði að stuðla að auknum erlendum fjárfestingum," sagði Gylfi. „Við vonum að AGS-áætlunin liðki fyrir því að fjárfestingar vaxi," sagði Gylfi. Vegna tafa á afgreiðslu efnahagsáætlunar AGS hefur verið ákveðið að framlengja áætlunina um þrjá mánuði, til loka ágúst 2011. Spurður um efnahagsleg áhrif gossins í Eyjafjallajökli sagði Gylfi að þau hefðu ekki verið kortlögð en yrðu vonandi ekki umtalsverð. Þau velti á því hve langvinnt gosið verður. Hann sagðist „leyfa sér að gera ráð fyrir" að gosið trufli ekki viðræður við erlenda fjárfesta og hefði ekki neikvæð áhrif á áhuga þeirra á að fjárfesta hér á landi, til dæmis í orkufrekum iðnaði. „Ég á síður von á að þetta hafi áhrif á þá sem eru að fjárfesta til langs tíma en auðvitað er ekki óhugsandi að menn ákveði að fresta eða bíða með framkvæmdir þar til eldsumbrotum linnir," sagði hann. - pg
Innlent Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira