Orri Freyr: Hef ekki áhyggjur af höfuðmeiðslunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2010 13:32 Orri Freyr Hjaltalín. Mynd/Vilhelm Orri Freyr Hjaltalín gerði dag nýjan tveggja ára samning við Grindavík sem gildir til loka leiktíðarinnar 2014. „Mér líst vel á þetta en ætli þetta verði ekki minn síðasta samningur," sagði Orri Freyr sem er 32 ára gamall. Hann á von á því að Grindavík mæti með töluvert breytt lið til leiks næsta sumar. „En það er svo sem ekkert nýtt hjá okkur þar sem það hefur yfirleitt verið mikið af breytingum á milli ára hjá okkur." Hann segir að Ólafur Örn Bjarnason, sem tók við þjálfun liðsins síðasta sumar, hafi haft góð áhrif á liðið. „Hann er nú að stíga sín fyrstu skref í þjálfun en lítur mjög vel út. Hann er einn besti leikmaðurinn í deildinni og auðvitað mikill styrkur fyrir liðið sem leikmaður líka." Orri Freyr fékk þungt höfuðhögg í leik gegn Haukum í sumar og þurfti að hvíla í næstu tveimur leikjum Grindavíkur. Höfuðmeiðsli íþróttamanna geta reynst alvarleg eins og hefur sýnt sig í tilfellum Guðrúnar Sóleyjar Gunnarsdóttur landsliðskonu og FH-ingsins Sverris Garðarssonar. Bæði hafa verið frá undanfarið ár vegna höfuðmeiðsla. „Þetta er ekki jafn alvarlegt hjá mér eins og hjá Guðrúnu Sóleyju til að mynda. Ég er núna búinn að vera í fríi síðan að mótinu lauk í haust og líður miklu betur," segir Orri Freyr. „Ég tel að þetta sé ekki svakalega hættulegt í mínu tilfelli en mér hefur svo sem ekki verið ráðlagt af læknum að halda áfram í fótbolta," segir hann en hefur þó ekki miklar áhyggjur af þessu. „Ég verð áfram í boltanum á meðan ég hefur eitthvað fram að færa." Hann segir að hann muni ekki hlífa sér vegna meiðslanna. „Nei, það þýðir ekkert. Þetta er gleymt um leið og maður stígur inn á völlinn. Maður er bara einu sinni ungur og það er nægur tími til að skæla þetta í ellinni." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Fleiri fréttir Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Sjá meira
Orri Freyr Hjaltalín gerði dag nýjan tveggja ára samning við Grindavík sem gildir til loka leiktíðarinnar 2014. „Mér líst vel á þetta en ætli þetta verði ekki minn síðasta samningur," sagði Orri Freyr sem er 32 ára gamall. Hann á von á því að Grindavík mæti með töluvert breytt lið til leiks næsta sumar. „En það er svo sem ekkert nýtt hjá okkur þar sem það hefur yfirleitt verið mikið af breytingum á milli ára hjá okkur." Hann segir að Ólafur Örn Bjarnason, sem tók við þjálfun liðsins síðasta sumar, hafi haft góð áhrif á liðið. „Hann er nú að stíga sín fyrstu skref í þjálfun en lítur mjög vel út. Hann er einn besti leikmaðurinn í deildinni og auðvitað mikill styrkur fyrir liðið sem leikmaður líka." Orri Freyr fékk þungt höfuðhögg í leik gegn Haukum í sumar og þurfti að hvíla í næstu tveimur leikjum Grindavíkur. Höfuðmeiðsli íþróttamanna geta reynst alvarleg eins og hefur sýnt sig í tilfellum Guðrúnar Sóleyjar Gunnarsdóttur landsliðskonu og FH-ingsins Sverris Garðarssonar. Bæði hafa verið frá undanfarið ár vegna höfuðmeiðsla. „Þetta er ekki jafn alvarlegt hjá mér eins og hjá Guðrúnu Sóleyju til að mynda. Ég er núna búinn að vera í fríi síðan að mótinu lauk í haust og líður miklu betur," segir Orri Freyr. „Ég tel að þetta sé ekki svakalega hættulegt í mínu tilfelli en mér hefur svo sem ekki verið ráðlagt af læknum að halda áfram í fótbolta," segir hann en hefur þó ekki miklar áhyggjur af þessu. „Ég verð áfram í boltanum á meðan ég hefur eitthvað fram að færa." Hann segir að hann muni ekki hlífa sér vegna meiðslanna. „Nei, það þýðir ekkert. Þetta er gleymt um leið og maður stígur inn á völlinn. Maður er bara einu sinni ungur og það er nægur tími til að skæla þetta í ellinni."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Fleiri fréttir Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Sjá meira