Skrattinn og amman Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 14. júní 2010 10:38 Vuvuzela-lúðrarnir eru við það að eyðileggja heilabú heimilisfólks. Góu-þrennan, Prins, Æði og Hraunbitar og þurrkrydduðu blönduðu lambalærissneiðarnar, mega sín lítils gegn lamandi hávaðanum sem berst alla leið frá Suður-Afríku og inn í stofu. Enginn sá fyrir að einhver annar en steríótýpa stemningamorðingjans, konan með ryksuguna, gæti eyðilagt HM í fótbolta.Þegar leikurinn er hálfnaður segist bullan vera komin með hausverk og í seinni hálfleik er lækkað í tækinu. Alþjóðaknattspyrnusambandinu er bölvað, því þrátt fyrir kvartanir áhorfenda og leikmanna, sem segjast ekki heyra í hver öðrum, hefur FIFA enn ekki viljað banna lúðrana. Enda væri það víst álíka og að banna Austurríkismönnum að jóðla og baðstofugestum í Laugum að fara með möntruna sína í búningsklefunum. HM í ár verður eins og að eyða sumarfríinu með Sturlu Jónssyni og bloggvinum hans.Knattspyrnuáhorfendur hafa síðustu mánuði þróað sinn ósnertanlega helgidóm júní- og júlímánaðar. Börnin send í sumarbúðir, sólargluggatjöld frá Álafoss sett upp, rétta snakkið valið með margra mánaða prófunum og sumarfríið stílað inn á á HM. Þetta er því svolítið óvænt og óviðráðanleg truflun. Sumir hafa á orði að skárra væri að hafa James Blunt eða einhverja Listahátíðar sígaunatónlist undir leikjunum. Og þó. Afríski undirleikurinn er einmitt svolítið eins og Listahátíðaratriði. Það er ekki að undra að einhverjir, sem ekki fíla fótboltann, gangi glottandi um.En sem sagt. Skrattinn hitti fyrir ömmu sína. Fótboltabullur vita ekkert sérstaklega mikið um tillitssemi. Það veit barnatíminn í sjónvarpinu (og börnin í sumarbúðunum) og tölvupósturinn minn, sem er einmitt þessa stundina fullur af skeytum frá vinnufélögum, sem giska á hvernig næstu leikir fara í von um nokkrar bjórdollur. Má ég heldur biðja um tölvuskeyti um gelneglur og hárlengingar. Spa-mánuður í ágúst væri þema að mínu skapi. Allir með ilmkerti og hárlakk í vinnunni. Lyftutónlist á kantinum og einn ískaldur kísilbakstur á ennið.Fótboltabullur standa og klóra sér í hausnum og réttlætinu er kannski fullnægt - nema FIFA snúist hugur. Það er ekkert hægt að gera nema sýna menningarlegt umburðarlyndi, erfitt að hafa eitthvað á móti þjóð sem hefur verið arðrænd og þrælað út í margar aldir. Það er varla á það bætandi að setja eitthvað út á það - allir vita hvernig það fór þegar breska pressan fjallaði um flippaðan klæðaburð forseta Suður-Afríku og fjölkvænið. Enginn vill láta nappa sig á framandi-menningarfordómum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór
Vuvuzela-lúðrarnir eru við það að eyðileggja heilabú heimilisfólks. Góu-þrennan, Prins, Æði og Hraunbitar og þurrkrydduðu blönduðu lambalærissneiðarnar, mega sín lítils gegn lamandi hávaðanum sem berst alla leið frá Suður-Afríku og inn í stofu. Enginn sá fyrir að einhver annar en steríótýpa stemningamorðingjans, konan með ryksuguna, gæti eyðilagt HM í fótbolta.Þegar leikurinn er hálfnaður segist bullan vera komin með hausverk og í seinni hálfleik er lækkað í tækinu. Alþjóðaknattspyrnusambandinu er bölvað, því þrátt fyrir kvartanir áhorfenda og leikmanna, sem segjast ekki heyra í hver öðrum, hefur FIFA enn ekki viljað banna lúðrana. Enda væri það víst álíka og að banna Austurríkismönnum að jóðla og baðstofugestum í Laugum að fara með möntruna sína í búningsklefunum. HM í ár verður eins og að eyða sumarfríinu með Sturlu Jónssyni og bloggvinum hans.Knattspyrnuáhorfendur hafa síðustu mánuði þróað sinn ósnertanlega helgidóm júní- og júlímánaðar. Börnin send í sumarbúðir, sólargluggatjöld frá Álafoss sett upp, rétta snakkið valið með margra mánaða prófunum og sumarfríið stílað inn á á HM. Þetta er því svolítið óvænt og óviðráðanleg truflun. Sumir hafa á orði að skárra væri að hafa James Blunt eða einhverja Listahátíðar sígaunatónlist undir leikjunum. Og þó. Afríski undirleikurinn er einmitt svolítið eins og Listahátíðaratriði. Það er ekki að undra að einhverjir, sem ekki fíla fótboltann, gangi glottandi um.En sem sagt. Skrattinn hitti fyrir ömmu sína. Fótboltabullur vita ekkert sérstaklega mikið um tillitssemi. Það veit barnatíminn í sjónvarpinu (og börnin í sumarbúðunum) og tölvupósturinn minn, sem er einmitt þessa stundina fullur af skeytum frá vinnufélögum, sem giska á hvernig næstu leikir fara í von um nokkrar bjórdollur. Má ég heldur biðja um tölvuskeyti um gelneglur og hárlengingar. Spa-mánuður í ágúst væri þema að mínu skapi. Allir með ilmkerti og hárlakk í vinnunni. Lyftutónlist á kantinum og einn ískaldur kísilbakstur á ennið.Fótboltabullur standa og klóra sér í hausnum og réttlætinu er kannski fullnægt - nema FIFA snúist hugur. Það er ekkert hægt að gera nema sýna menningarlegt umburðarlyndi, erfitt að hafa eitthvað á móti þjóð sem hefur verið arðrænd og þrælað út í margar aldir. Það er varla á það bætandi að setja eitthvað út á það - allir vita hvernig það fór þegar breska pressan fjallaði um flippaðan klæðaburð forseta Suður-Afríku og fjölkvænið. Enginn vill láta nappa sig á framandi-menningarfordómum.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun