Handbolti

Anna Úrsúla: Úrslitaleikur fyrir okkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
„Við gefumst ekki upp, annars ætti maður ekki að vera í þessu," sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fyrir leik Íslands og Rússlands á EM í handbolta í dag.

„Þetta verður mjög stór leikur og við vitum það allar sjálfar. Þetta er úrslitaleikur fyrir okkur og vonandi mætum við tilbúnar eins og við höfum rætt um að gera."

Ísland hefur tapað tveimur fyrstu leikjunum sínum á mótinu, gegn Króatíu og Svartfjallalandi. Liðið mætir heimsmeisturum Rússa í dag sem töpuðu óvænt fyrir Svartfellingum í fyrstu umferðinni.

Ísland á enn möguleika á að komast áfram í milliriðlakeppnina, þó svo að það verði erfitt. „Við tökum fyrir einn leik í einu. Við höfum lært gríðarlega mikið af þeim og það er gott að fá tækifæri til að mæta svo sterkum þjóðum eins og við höfum gert hér. Við höfum reynt að taka það góða með okkur og bæta úr því slæma. Þetta er því allt á uppleið hjá okkur."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×