Arðgreiðslur skila sér ekki inn í landið Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 16. nóvember 2010 18:51 Páll Jóhannesson, Dótturfélög íslenskra fyrirtækja og félög í eigu innlendra aðila í útlöndum sendu ekki arð af rekstri þeirra heim til móðurfélaga hér á fyrri hluta árs. Arðgreiðslur voru sömuleiðis ekki fluttar heim á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Arður af rekstri fyrirtækja hefur ekki verið fluttur heim á fyrsta ársfjórðungi á síðustu tíu árum en óvanalegt er að hann vanti fyrir annan ársfjórðung. Það hefur aðeins gerst í ár og í fyrra síðastliðinn áratug, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum. Arðgreiðslurnar töldu alla jafna í hundruðum milljóna króna fram til 2002 þegar þær fóru yfir einn milljarð króna. Hæstar voru þær árið 2007 þegar 82,6 milljarðar voru fluttir heim. Páll Jóhannesson, lögmaður hjá Nordik Legal, segir skiljanlegt við núverandi aðstæður að fyrirtæki haldi erlendum gjaldeyri utan landsteina. „Ég held að fáir séu hrifnir af því að flytja gjaldeyri inn í landið. Með því að greiða arð frá erlendu dótturfélagi til íslensks móðurfélags er notkun fjármuna bundin gjaldeyrishöftum, þar með talinni skilaskyldu nema við eigi þröngar undanþágur," segir hann. Dótturfélög innlendra fyrirtækja í öðrum löndum falla ekki undir gjaldeyrishöft sem voru innleidd fyrir tveimur árum. Arður af rekstri erlendra dótturfélaga var áður almennt undanþeginn tekjuskatti þar sem búið var að skattleggja hagnað dótturfélaga í heimalandi þess. Lögum um meðhöndlun arðs og söluhagnaðar var breytt í fyrrahaust á þann veg að yfirfæranlegt tap móðurfélagsins lækkar sem nemur fjárhæð móttekins arðs frá dótturfélagi. Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins sögðu fyrr á árinu þetta leiða til tvísköttunar á arðgreiðslum og myndu arðgreiðslur ekki flytjast heim. „Þessar breytingar á skattalögum hvetja fyrirtæki ekki til þess að flytja gjaldeyri heim. Í ljósi hafta má velta fyrir sér hvort ekki hefði verið eðlilegra að fara í þveröfuga átt og skapa skattalegan hvata til þess að arður sé greiddur hingað til lands. Þess í stað voru slíkar arðgreiðslur gerðar ófýsilegri en áður, sem eykur neikvæð áhrif gjaldeyrishafta. Notkun erlends gjaldeyris er frjálsari í höndum erlends dótturfélags auk þess sem móðurfélagið glatar yfirfæranlegu tapi sem það gæti annars notað á móti síhækkandi skattlagningu hagnaðar hér. Ákvörðunin er ekki flókin nema fjárþörfin sé þeim mun meiri." segir Páll. Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Dótturfélög íslenskra fyrirtækja og félög í eigu innlendra aðila í útlöndum sendu ekki arð af rekstri þeirra heim til móðurfélaga hér á fyrri hluta árs. Arðgreiðslur voru sömuleiðis ekki fluttar heim á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Arður af rekstri fyrirtækja hefur ekki verið fluttur heim á fyrsta ársfjórðungi á síðustu tíu árum en óvanalegt er að hann vanti fyrir annan ársfjórðung. Það hefur aðeins gerst í ár og í fyrra síðastliðinn áratug, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum. Arðgreiðslurnar töldu alla jafna í hundruðum milljóna króna fram til 2002 þegar þær fóru yfir einn milljarð króna. Hæstar voru þær árið 2007 þegar 82,6 milljarðar voru fluttir heim. Páll Jóhannesson, lögmaður hjá Nordik Legal, segir skiljanlegt við núverandi aðstæður að fyrirtæki haldi erlendum gjaldeyri utan landsteina. „Ég held að fáir séu hrifnir af því að flytja gjaldeyri inn í landið. Með því að greiða arð frá erlendu dótturfélagi til íslensks móðurfélags er notkun fjármuna bundin gjaldeyrishöftum, þar með talinni skilaskyldu nema við eigi þröngar undanþágur," segir hann. Dótturfélög innlendra fyrirtækja í öðrum löndum falla ekki undir gjaldeyrishöft sem voru innleidd fyrir tveimur árum. Arður af rekstri erlendra dótturfélaga var áður almennt undanþeginn tekjuskatti þar sem búið var að skattleggja hagnað dótturfélaga í heimalandi þess. Lögum um meðhöndlun arðs og söluhagnaðar var breytt í fyrrahaust á þann veg að yfirfæranlegt tap móðurfélagsins lækkar sem nemur fjárhæð móttekins arðs frá dótturfélagi. Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins sögðu fyrr á árinu þetta leiða til tvísköttunar á arðgreiðslum og myndu arðgreiðslur ekki flytjast heim. „Þessar breytingar á skattalögum hvetja fyrirtæki ekki til þess að flytja gjaldeyri heim. Í ljósi hafta má velta fyrir sér hvort ekki hefði verið eðlilegra að fara í þveröfuga átt og skapa skattalegan hvata til þess að arður sé greiddur hingað til lands. Þess í stað voru slíkar arðgreiðslur gerðar ófýsilegri en áður, sem eykur neikvæð áhrif gjaldeyrishafta. Notkun erlends gjaldeyris er frjálsari í höndum erlends dótturfélags auk þess sem móðurfélagið glatar yfirfæranlegu tapi sem það gæti annars notað á móti síhækkandi skattlagningu hagnaðar hér. Ákvörðunin er ekki flókin nema fjárþörfin sé þeim mun meiri." segir Páll.
Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira