Innlent

Haraldur og Jón Gnarr ræða við starfsfólk OR í hádeginu

Jón Gnarr mun ávarpa starfsfólk Orkuveituna ásamt Haraldi Flosa.
Jón Gnarr mun ávarpa starfsfólk Orkuveituna ásamt Haraldi Flosa.

Jón Gnarr, borgarstjóri, og Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitunnar, munu ræða við starfsfólk Orkuveitu Reykjavíkur í hádeginu í dag.

Fundurinn er haldinn að ósk Haralds Flosa sem tók við sem starfandi stjórnarformaður Orkuveitunnar á föstudaginn.

Skipun Haralds var umdeild. Meðal annars gagnrýndu Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn málið harðlega í síðstu viku.

Fundurinn mun vera hugsaður til upplýsingar fyrir starfsfólk Orkuveitunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×