Greitt eftir notkun 6. apríl 2010 06:00 Hugmyndir um að leggja á vegtolla til að fjármagna samgönguframkvæmdir koma nú upp enn á ný, að þessu sinni í tillögum starfshóps á vegum samgönguráðherra. Rætt er um að lífeyrissjóðirnir láni til stórframkvæmda í samgöngukerfinu, til dæmis tvöföldunar Suðurlands- og Vesturlandsvegar, og vegtollarnir standi undir endurgreiðslum. Þessi leið við fjármögnun samgönguframkvæmda hefur marga kosti. Hún tryggir að þeir, sem nota samgöngumannvirkin mest, borga mest, í stað þess að kostnaðinum sé dreift á alla skattgreiðendur, jafnvel þá sem eiga ekki bíl. Margir myndu eflaust sætta sig við að greiða hóflegt gjald fyrir styttri ferðatíma og meira öryggi, í stað þess að bíða í mörg ár eftir framkvæmdinni. Hægt er að útfæra gjaldtökuna þannig að þeir sem taka mest pláss á vegunum og slíta þeim mest, til dæmis fellihýsaeigendur og flutningafyrirtæki sem reka risatrukka, borgi meira en aðrir. Einn möguleiki er að stýra umferð með gjaldtöku; hafa lægra gjald þegar umferð er lítil en hærra á álagstíma og dreifa þannig álaginu. Hins vegar eru líka ýmsir ókostir við álagningu veggjalds og útfærslan getur verið flókin. Hugmyndin kemur til dæmis oftast upp í tengslum við framkvæmdir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Af hverju ætti að fjármagna slíkar framkvæmdir með vegtollum en ekki aðrar dýrar framkvæmdir, til dæmis Héðinsfjarðar- eða Vaðlaheiðargöng? Treystir Kristján Möller, samgönguráðherra og þingmaður Norðausturkjördæmis, sér til að stinga upp á því? Víða þar sem veggjöld eru innheimt, er lagt upp úr því að ökumenn eigi annan, gjaldfrjálsan kost ef þeir vilja ekki borga veggjaldið. Í Frakklandi eiga menn til dæmis oftast val um sveitaveginn ef þeir vilja ekki borga sig inn á hraðbrautina. Sama á við um eina staðinn á Íslandi þar sem vegtollur er innheimtur, Hvalfjarðargöngin. Ef innheimt verður veggjald á öllum aðalleiðum inn í Reykjavík, er ákveðin hætta á að búið verði að reisa tollamúr í kringum höfuðborgarsvæðið. Slík leið er raunar farin í ýmsum borgum til að draga úr umferðaröngþveiti og hvetja fólk til að koma fremur inn í miðborgirnar með almenningssamgöngum. En sú röksemd á ekki við um gjaldtöku á útjöðrum höfuðborgarsvæðisins. Önnur, mikilvæg röksemd gegn vegtollum er að bíleigendur á Íslandi séu einfaldlega svo skattpíndir nú þegar - og sú skattlagning á bíla og eldsneyti hefur m.a. verið réttlætt með vísan til viðhalds og endurnýjunar vegakerfisins - að ekki verði meiri byrðar lagðar á þá. Árni Þór Sigurðsson, einn nefndarmanna í nefnd samgönguráðherra, nefnir raunar í Fréttablaðinu í dag að með tíð og tíma geti vegtollar komið í stað benzín- og olíugjalda; bílar verði búnir gps-kubbum og rukkað eftir notkun á samgöngumannvirkjunum, hvenær menn eru á ferðinni og svo framvegis. Slíkt kerfi gæti verið framtíðin, en þá með afar sterkum fyrirvörum um persónuvernd. Því að þótt þægilegt sé að geta fylgzt með bílaumferð til að rukka fólk, kemur ríkisvaldinu auðvitað ekkert við hvert menn leggja leið sína á vegum landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Hugmyndir um að leggja á vegtolla til að fjármagna samgönguframkvæmdir koma nú upp enn á ný, að þessu sinni í tillögum starfshóps á vegum samgönguráðherra. Rætt er um að lífeyrissjóðirnir láni til stórframkvæmda í samgöngukerfinu, til dæmis tvöföldunar Suðurlands- og Vesturlandsvegar, og vegtollarnir standi undir endurgreiðslum. Þessi leið við fjármögnun samgönguframkvæmda hefur marga kosti. Hún tryggir að þeir, sem nota samgöngumannvirkin mest, borga mest, í stað þess að kostnaðinum sé dreift á alla skattgreiðendur, jafnvel þá sem eiga ekki bíl. Margir myndu eflaust sætta sig við að greiða hóflegt gjald fyrir styttri ferðatíma og meira öryggi, í stað þess að bíða í mörg ár eftir framkvæmdinni. Hægt er að útfæra gjaldtökuna þannig að þeir sem taka mest pláss á vegunum og slíta þeim mest, til dæmis fellihýsaeigendur og flutningafyrirtæki sem reka risatrukka, borgi meira en aðrir. Einn möguleiki er að stýra umferð með gjaldtöku; hafa lægra gjald þegar umferð er lítil en hærra á álagstíma og dreifa þannig álaginu. Hins vegar eru líka ýmsir ókostir við álagningu veggjalds og útfærslan getur verið flókin. Hugmyndin kemur til dæmis oftast upp í tengslum við framkvæmdir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Af hverju ætti að fjármagna slíkar framkvæmdir með vegtollum en ekki aðrar dýrar framkvæmdir, til dæmis Héðinsfjarðar- eða Vaðlaheiðargöng? Treystir Kristján Möller, samgönguráðherra og þingmaður Norðausturkjördæmis, sér til að stinga upp á því? Víða þar sem veggjöld eru innheimt, er lagt upp úr því að ökumenn eigi annan, gjaldfrjálsan kost ef þeir vilja ekki borga veggjaldið. Í Frakklandi eiga menn til dæmis oftast val um sveitaveginn ef þeir vilja ekki borga sig inn á hraðbrautina. Sama á við um eina staðinn á Íslandi þar sem vegtollur er innheimtur, Hvalfjarðargöngin. Ef innheimt verður veggjald á öllum aðalleiðum inn í Reykjavík, er ákveðin hætta á að búið verði að reisa tollamúr í kringum höfuðborgarsvæðið. Slík leið er raunar farin í ýmsum borgum til að draga úr umferðaröngþveiti og hvetja fólk til að koma fremur inn í miðborgirnar með almenningssamgöngum. En sú röksemd á ekki við um gjaldtöku á útjöðrum höfuðborgarsvæðisins. Önnur, mikilvæg röksemd gegn vegtollum er að bíleigendur á Íslandi séu einfaldlega svo skattpíndir nú þegar - og sú skattlagning á bíla og eldsneyti hefur m.a. verið réttlætt með vísan til viðhalds og endurnýjunar vegakerfisins - að ekki verði meiri byrðar lagðar á þá. Árni Þór Sigurðsson, einn nefndarmanna í nefnd samgönguráðherra, nefnir raunar í Fréttablaðinu í dag að með tíð og tíma geti vegtollar komið í stað benzín- og olíugjalda; bílar verði búnir gps-kubbum og rukkað eftir notkun á samgöngumannvirkjunum, hvenær menn eru á ferðinni og svo framvegis. Slíkt kerfi gæti verið framtíðin, en þá með afar sterkum fyrirvörum um persónuvernd. Því að þótt þægilegt sé að geta fylgzt með bílaumferð til að rukka fólk, kemur ríkisvaldinu auðvitað ekkert við hvert menn leggja leið sína á vegum landsins.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun