Óskiljanlegt að opnað var Icesave útibú í Amsterdam 12. apríl 2010 15:26 Landsbankinn tók þannig þá augljósu áhættu að í Hollandi yrði á einhverju stigi bent á sömu atriði og breskir fjölmiðlar höfðu fjallað um mánuðina á undan. Rannsóknarnefnd Alþingis telur nær óskiljanlegt að Landsbankinn skyldi velja að hefja töku Icesave innlána í útibúi í Amsterdam í stað þess að gera það í hollensku dótturfélagi.Í skýrslu nefndarinnar um þetta segir m.a.: „Þegar Landsbanki Íslands hf. hóf að taka við innlánum á Icesave reikninga í Amsterdam 29. maí 2008 hafði bankinn þegar reynslu af neikvæðri umfjöllun breskra fjölmiðla um íslenskan efnahag og íslenska banka. Var spjótum einkum beint að háu skuldatryggingarálagi bankanna, auk þess sem efasemdir höfðu verið uppi um getu Seðlabanka Íslands og ríkissjóðs til þess að koma íslensku bönkunum til aðstoðar lentu þeir í lausafjárerfiðleikum.Þá voru uppi efasemdir um getu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta á Íslandi til að mæta áföllum í rekstri bankanna. Ætla verður að áhlaup það sem varð frá febrúar 2008 fram til apríl sama ár á Icesave reikninga Landsbankans í útibúi hans í London megi rekja til þessarar umfjöllunar. Til viðbótar kom síðan áhættan af því að erfitt gæti reynst að útvega erlendan gjaldeyri til að mæta skyndilegum útgreiðslum af innlánsreikningum erlendis.Þegar þetta er haft í huga er nær óskiljanlegt að Landsbankinn skyldi velja að hefja töku Icesave innlána í útibúi í Amsterdam í stað þess að gera það í hollensku dótturfélagi. Landsbankinn tók þannig þá augljósu áhættu að í Hollandi yrði á einhverju stigi bent á sömu atriði og breskir fjölmiðlar höfðu fjallað um mánuðina á undan.Þetta er þeim mun illskiljanlegra þegar litið er til þess að ekki er að sjá að samkvæmt hollenskum lögum hafi gilt sambærilegar reglur og þær sem í breskum rétti takmarka verulega færslu fjármuna frá dótturfélagi yfir í aðra hluta bankasamstæðu.Eina skýringin sem fram hefur komið á þessu er sú að það hafi tekið lengri tíma að stofna dótturfélag en útibú og að ekki hafi verið farið að huga að stofnun dótturfélags fyrr en á fyrri hluta ársins 2009." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Rannsóknarnefnd Alþingis telur nær óskiljanlegt að Landsbankinn skyldi velja að hefja töku Icesave innlána í útibúi í Amsterdam í stað þess að gera það í hollensku dótturfélagi.Í skýrslu nefndarinnar um þetta segir m.a.: „Þegar Landsbanki Íslands hf. hóf að taka við innlánum á Icesave reikninga í Amsterdam 29. maí 2008 hafði bankinn þegar reynslu af neikvæðri umfjöllun breskra fjölmiðla um íslenskan efnahag og íslenska banka. Var spjótum einkum beint að háu skuldatryggingarálagi bankanna, auk þess sem efasemdir höfðu verið uppi um getu Seðlabanka Íslands og ríkissjóðs til þess að koma íslensku bönkunum til aðstoðar lentu þeir í lausafjárerfiðleikum.Þá voru uppi efasemdir um getu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta á Íslandi til að mæta áföllum í rekstri bankanna. Ætla verður að áhlaup það sem varð frá febrúar 2008 fram til apríl sama ár á Icesave reikninga Landsbankans í útibúi hans í London megi rekja til þessarar umfjöllunar. Til viðbótar kom síðan áhættan af því að erfitt gæti reynst að útvega erlendan gjaldeyri til að mæta skyndilegum útgreiðslum af innlánsreikningum erlendis.Þegar þetta er haft í huga er nær óskiljanlegt að Landsbankinn skyldi velja að hefja töku Icesave innlána í útibúi í Amsterdam í stað þess að gera það í hollensku dótturfélagi. Landsbankinn tók þannig þá augljósu áhættu að í Hollandi yrði á einhverju stigi bent á sömu atriði og breskir fjölmiðlar höfðu fjallað um mánuðina á undan.Þetta er þeim mun illskiljanlegra þegar litið er til þess að ekki er að sjá að samkvæmt hollenskum lögum hafi gilt sambærilegar reglur og þær sem í breskum rétti takmarka verulega færslu fjármuna frá dótturfélagi yfir í aðra hluta bankasamstæðu.Eina skýringin sem fram hefur komið á þessu er sú að það hafi tekið lengri tíma að stofna dótturfélag en útibú og að ekki hafi verið farið að huga að stofnun dótturfélags fyrr en á fyrri hluta ársins 2009."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira