Handbolti

Bikarævintýri Emsdetten á enda eftir stórtap

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fannar Friðgeirsson skoraði tvö mörk í kvöld.
Fannar Friðgeirsson skoraði tvö mörk í kvöld.

Bikarævintýri Patreks Jóhannessonar og félaga í Emsdetten lauk í kvöld þegar það steinlá á heimavelli, 25-40, fyrir úrvalsdeildarliði Magdeburg. Staðan í hálfleik var 21-10 fyrir Magdeburg.

Fannar Friðgeirsson skoraði tvö mörk fyrir Emsdetten en Sigfús Sigurðsson náði ekki að skora gegn sínum gömlu félögum.

Hreiðar Levý Guðmundsson stóð í marki Emsdetten sem fyrr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×