Innlent

Dæmdar fjórar milljónir í bætur vegna loftmengunar

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Konu var í dag dæmdar tæplega 4,2 milljónir í bætur í Hæstarétti vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir vegna loftmengunar frá Áburðaverksmiðjunni í Gufunesi fyrir 12 árum. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður gert fyrirtækinu að greiða konunni tæpar 200 þúsund krónur í bætur.

Atvik málsins voru þau að Áburðaverksmiðjan ræsti sýruverksmiðju sína nálægt heimili konunnar en við ræsinguna var hleypt út um 510 kg af ammoníaki í tveimur lotum í formi heitrar gufu. Talið er starfsmenn fyrirtækisins hefðu sýnt af sér saknæma vanrækslu er þeir vöruðu konuna ekki við losun ammoníaks og annarra loftegunda umræddan dag og gáfu rangar upplýsingar þegar hún kvartaði fyrst um loftmengun.

Hæstiréttur taldi sannað að losun Áburðaverksmiðjunar hefði valdið konunni líkamstjóni. Því var fallist á skaðabótaábyrgð fyrirtækisins og konunni dæmdar bætur fyrir varanlegan miska og varanlega örorku. Áburðaverksmiðjunni var jafnframt gert greiða ríkissjóði tæpar tvær milljónir vegna málskostnaðar í héraði og Hæstarétti.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.