Innlent

Fjórir gistu fangageymslur á Akranesi

Mynd/Pjetur
Talsverð ölvun var í Galtalæk í nótt en þar fer fram útihátíð um helgina og telur lögreglan á Hvolsvelli að þar sé á bilinu 3000-5000 manns. Lögregla stöðvaði tvo ökumenn á svæðinu sem grunaðir voru um ölvunarakstur.

Fjórir gistu fangageymslur á Akranesi í nótt þar sem fram fer bæjarhátíðin Írskir dagar. Einn maður var handtekinn með lítilræði af fíkniefnum og þá handtók lögregla mann sem ók undir áhrifum áfengis. Að öðru leyti gekk nóttin vel, að sögn lögreglu.

Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði ökumann í nótt fyrir of hraðan akstur en viðkomandi ók á 113 kílómetra hraða. Þá var einn ökumaður stöðvaður grunaður um ölvunarakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×