Handbolti

Guðmundur fær gamlan landsliðsmarkvörð til Löwen

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hannawald í leik með Essen.
Hannawald í leik með Essen.

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari og þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Rhein-Neckar Löwen, hefur fengið gamla brýnið Chrischa Hannawald, 39 ára, til þess að verma varamannabekk Löwen næstu vikur.

Ástæðan er sú að Henning Fritz er meiddur og Löwen vantar mann til þess að vera til taks ef Slawomir Szmal finnur sig ekki.

Hannawald er fyrrum landsliðsmarkvörður Þýskalands. Hann er nú aðstoðarþjálfari hjá neðrideildarliðinu Bergischer. Hann er 188 sentimetrar að hæð og 102 kg.

Hann átti afar farsælan feril sem lauk hjá Hamburg árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×