Steinþór Freyr Þorsteinsson segir að góðar líkur séu á því að hann gangi í raðir Örgryte í Svíþjóð í dag. Sænska félagið vinnur hörðum höndum að því að klára viðræður við Stjörnuna en þau ræða nú um kaupverð á kappanum.
Steinþór sagði við Vísi rétt í þessu að hann vissi nokkurn veginn hvernig samning Örgryte gæti boðin honum en að hann hefði rætt við það, gert móttilboð og allt væri í réttum farvegi.
Steinþór gæti því klárað sín mál fyrir lokun félagaskiptagluggans en hann sagði við Vísi að málið myndi skýrast í kvöld.
Steinþór er lykilmaður í liði Stjörnunnar og hefur leikið mjög vel í sumar.
Þá á Stjarnan í viðræðum við Garðar Jóhannsson en forráðamenn Stjörnunnar staðfestu þetta við fréttastofu í morgun. Þeir sögðu óvíst hvort næðist að ganga frá málinu fyrir lok félagaskiptagluggans.
Steinþór: Góðar líkur á að ég semji við Örgryte
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið



Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti

Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn


Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn


„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
