Handbolti

Guðjón Valur innsiglaði sigurinn í lokin - skoraði fimm í seinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson er kominn aftur eftir margra mánaða meiðsli og farinn að hjálpa Rhein-Neckar Löwen liðinu að ná í mikilvæg stig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Guðjón Valur skoraði fimm mörk í tveggja marka sigri á Gummersbach í kvöld

Guðjón Valur var öflugur á lokamínútunum en hann skoraði öll fimm mörkin sín í seinni hálfleik. Guðjón Valur innsiglaði að lokum 36-34 sigur liðsins með því að skora síðasta markið í leiknum.

Rhein-Neckar Löwen var með frumkvæðið í fyrri hálfleik en Gummersbach skoraði fjögur mörk í röð í byrjun seinni hálfleiks og breytti stöðunni úr 18-17 fyrir Rhein-Neckar Löwen í 18-21 fyrir Gummersbach. Guðmundur Guðmundsson tók þá leikhlé og Guðjón Valur kom sínum mönnum í gang með tveimur næstu mörkum liðsins.

Ólafur Stefánsson og Róbert Gunnarsson skoruðu báðir fjögur mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×