Handbolti

Hanna: Við vinnum Rússana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Anna Úrsula fagna hér marki í kvöld. Mynd/Ole Nielsen
Anna Úrsula fagna hér marki í kvöld. Mynd/Ole Nielsen
Hanna G. Stefánsdóttir spáir því að Ísland vinni Rússland í lokaleik sínum í B-riðli á EM í handbolta. Ísland tapaði í kvöld fyrir Svartfjallalandi, 26-23, í kvöld.

„Þetta var mjög svekkjandi því við vorum svo rosalega stutt frá því að taka þennan leik. Markmaðurinn þeirra varði mikið í restina og kom örugglega í veg fyrir að við næðum að jafna og vinna hreinlega leikinn," sagði Hanna við Vísi eftir leikinn.

„Ég er þó rosalega ánægð með leikinn og framfarirnar frá þeim síðasta. Hausinn var skárri í dag og ég ætla að vera stórorð og segja að við tökum næsta leik."

„Það þarf að bæta pínu í og mér finnst reyndar að við þurfum að nýta stimplanirnar aðeins betur í sókninni. Ég vil fá boltann oftar í hornið. Svo væri ég líka til að fá örlítið meiri markvörslu að því að það vantaði svo lítið upp á í kvöld."

„Það þarf allt að smella til að vinna leik á stórmóti og ég hef fulla trú á því að það takist hjá okkur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×