Innlent

Tilkynningum vegna heimilisofbeldis fjölgaði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bragi Guðbrandsson hefur verið forstjóri Barnaverndastofu frá því að hún var stofnuð fyrir 15 árum.
Bragi Guðbrandsson hefur verið forstjóri Barnaverndastofu frá því að hún var stofnuð fyrir 15 árum.
Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði um 3% á fyrstu mánuðum ársins samanborið við fyrstu þrjá mánuðina í fyrra, samkvæmt tölum frá Barnaverndastofu. Nokkur munur er á þessum tölum eftir landsvæðum en tilkynningum fækkaði lítillega á höfuðborgarsvæðinu en fjölgaði utan höfuðborgarsvæðisins um 10%.

Hlutfall tilkynninga þar sem um heimilisofbeldi var að ræða hækkaði úr 3,7% tilkynninga fyrstu þrjá mánuðina í fyrra í 5,8% fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Flestar tilkynningar voru hins vegar vegna áhættuhegðunar barna. Þær voru 44,7% tilkynninga fyrstu þrjá mánuði ársins en voru 49,2% tilkynninga fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Barnaverndanefndum bárust tilkynningar vegna 1.993 barna á fyrstu þremur mánuðunum í ár en vegna 2.011 barna á sama í fyrra.

Það er Barnaverndastofa sem tekur tölurnar saman en þess má geta að í dag eru fimmtán ár síðan að stofnunin tók til starfa og hefur Bragi Guðbrandsson verið forstjóri hennar frá upphafi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×